Category

LÍN fréttir

Fréttatilkynning frá stjórn SÍNE

By | LÍN fréttir, SíNE fréttir

Fréttatilkynning   Nýlega tilkynnti LÍN að framfærslulán fyrir námsárið 2016-2017 yrðu leiðrétt fyrir námsmenn í Slóvakíu (http://www.lin.is/lin/Namsmenn/Skilabod_til_namsmanna/Nl-Skilabod63.html) þar sem þau hefðu verið skert umfram fyrri ákvörðun stjórnar LÍN. Þannig var ákveðið á árinu 2015 að framfærslulán yrðu skert að hámarki 20% milli námsáránna 2015-2016 og 2016-2017. Raunin varð sú að þau voru skert um 28% í Slóvakíu sem leiddi til þess að einstaklingur sá fram á að fá 770 EUR á mánuði í stað 860 EUR.   Helstu rökin fyrir þessari skekkju eru að sögn LÍN að bókakostnaður hafi verið vanmetinn í framfærslutölum vegna Slóvakíu. Í þessu samhengi er vert…

Read More

Vinstri Græn hafa svarað spurningum SÍNE um námslánakerfið

By | LÍN fréttir

Spurningar til stjórnmálaflokka um námslánakerfið   Er það stefna þíns flokks að koma á nýju námslánakerfi? Ef já, munu fulltrúa námsmannahreyfinganna fá að taka þátt í þeirri vinnu frá upphafi til enda? Það þarf að endurskoða námslánakerfið. Vinstri græn hafa talað fyrir því að taka eigi upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, án þess að lánskjör verði skert. Auk þess ættu samtímagreiðslur að bjóðast, svo námsmenn neyðist ekki til að taka yfirdráttarlán hjá bankastofnunum. Mikilvægt er að tryggja jafnrétti til náms og Lánasjóður íslenskra námsmanna gegnir mikilvægu hlutverki í því samhengi. Fulltrúar námsmannahreyfinga ættu að hafa aðkomu að vinnunni. Hvað teljið…

Read More

Píratar hafa svarað spurningum SÍNE um námslán

By | LÍN fréttir, SíNE fréttir

Spurningar til stjórnmálaflokka um námslánakerfið   Er það stefna þíns flokks að koma á nýju námslánakerfi? Ef já, munu fulltrúa námsmannahreyfinganna fá að taka þátt í þeirri vinnu frá upphafi til enda? Já og já. Píratar eru mjög opnir fyrir hugmyndum um styrkjakerfi og í samþykktri námslánastefnu flokksins kemur m.a. fram að námsmaður sem ljúki námi á réttum tíma skuli fá láninu breytt í styrk upp að ákveðnu marki. Sömuleiðis viljum við leiðrétta grunnframfærslu LÍN til samræmis við eðlilegar fjárþarfir fólks í námi og að hún miðist við það land sem námsmaður stundar nám í, auk þess að afnema tekjutengingar…

Read More

Samfylkingin hefur svarað SÍNE um námslánakerfið

By | LÍN fréttir, SíNE fréttir

1. Er það stefna þíns flokks að koma á nýju námslánakerfi? Ef já, munu fulltrúa námsmannahreyfinganna fá að taka þátt í þeirri vinnu frá upphafi til enda? Já, Samfylkingin styður róttækar breytingar á námslánakerfinu. Við viljum að hluti námslána breytist í styrk að námi loknu að því gefnu að námi sé lokið á tilskildum tíma. Þá viljum við að LÍN taki upp samtímagreiðslur framfærslulána, upphæðir þeirra séu hækkaðar og að frítekjumark sé sömuleiðis hækkað.Við teljum brýnt að vinna að breytingunum með víðtæku samráði við hagsmunaaðila, sér í lagi talsmenn lánþega, þ.e. stúdenta. 2. Hvað teljið þið að ætti að vera…

Read More

Framsóknarflokkurinn hefur svarað spurningum SÍNE um námslán

By | LÍN fréttir, SíNE fréttir

Er það stefna þíns flokks að koma á nýju námslánakerfi? Ef já, munu fulltrúa námsmannahreyfinganna fá að taka þátt í þeirri vinnu frá upphafi til enda? Framsóknarflokkurinn vill að lokið verði við endurskoðun laga um LÍN með þeim breytingum sem unnið hefur verið að í þinglegri meðferð málsins. Einnig þarf að hækka frítekjumark, endurskoða reglulega raunverulegan framfærslukostnað í samræmi við aðra launahópa og jafna aðstöðu nemenda óháð búsetu. Hluti námslána verði breytt í styrk og sérstök áhersla lögð á að styrkja iðn- og verknám. Þá geta námsmenn ákveðið að taka eingöngu styrk eða styrk og lán eða jafnvel lán að…

Read More

Sjálfstæðisflokkurinn svarar spurningum SÍNE um námslánakerfið

By | LÍN fréttir, SíNE fréttir

Spurningar til stjórnmálaflokka um námslánakerfið   Er það stefna þíns flokks að koma á nýju námslánakerfi? Ef já, munu fulltrúa námsmannahreyfinganna fá að taka þátt í þeirri vinnu frá upphafi til enda? Já. Sjálfstæðisflokkurinn telur að taka eigi upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Bent skal á að Sjálfstæðisflokkurinn barðist fyrir því að frumvarp sem kom betur út fyrir a.m.k. 85% námsmanna samkvæmt niðurstöðum óháðrar greiningar yrði samþykkt á þessu kjörtímabili. Fulltrúar um 20.000 stúdenta kröfðust þess enda að frumvarpið yrði samþykkt.   Sjálfstæðisflokkurinn vill að samráð sé haft við fulltrúa námsmannahreyfinga við undirbúning, gerð frumvarps og á meðan það er…

Read More

Svör frá Viðreisn – stjórnmálin og námslánakerfið

By | LÍN fréttir, SíNE fréttir

Spurningar til stjórnmálaflokka um námslánakerfið : Svör Viðreisnar   Er það stefna þíns flokks að koma á nýju námslánakerfi? Ef já, munu fulltrúa námsmannahreyfinganna fá að taka þátt í þeirri vinnu frá upphafi til enda?   Viðreisn vill sjá þá breytingu á námslánakerfinu að það sé árangurshvetjandi í formi styrkja. Viðreisn talar fyrir auknu gagnsæi í allri stjórnsýslu og telur mikilvægt að nýta þekkingu og reynslu þeirra sem þekkja aðstæður af eigin raun. Því er mikilvægt að hlustað sé á sjónarmið námsmannahreyfinganna við endurskoðun á námslánakerfinu.   Hvað teljið þið að ætti að vera tilgangur og/eða markmið nýs námalánakerfis? Námslán…

Read More

Svör frá Bjartri Framtíð

By | LÍN fréttir, SíNE fréttir

Spurningar til stjórnmálaflokka um námslánakerfið  – Björt Framtíð   Er það stefna þíns flokks að koma á nýju námslánakerfi? Ef já, munu fulltrúa námsmannahreyfinganna fá að taka þátt í þeirri vinnu frá upphafi til enda?  Já, við viljum nýtt kerfi námsaðstoðar sem yrði sambland styrkja og lána, og já, námsmenn kæmu að þeirri vinnu frá upphafi til enda.  Hvað teljið þið að ætti að vera tilgangur og/eða markmið nýs námalánakerfis? Að stuðla að því að allir eigi kost á að fara í háskólanám, af alls konar toga, óháð efnahag og að stuðla að góðri námsframvindu.  Hvað teljið þið að séu…

Read More