Menntasjóðsþjónusta SÍNE

Hjá Sambandi íslenskra námsmanna erlendis er í boði þjónusta við lánþega Menntasjóðs námsmanna, hvort sem þeir eru á leið í nám, á leið heim úr námi eða staddir erlendis við nám. Þjónustan felst í upplýsingagjöf og útskýringum á regluverki sjóðsins og aðstoð við málarekstur.

Finnst þér erfitt að átta þig á regluverki Menntasjóðs námsmanna ?

Á skrifstofu SÍNE færðu aðstoð við túlkun á reglum Menntasjóðs námsmanna, á þínum forsendum og á þínum hraða.

Þarftu aðstoð við málarekstur ?

Hafðu samband og við lítum á málið með þér.

Þekkirðu þinn rétt hjá Menntasjóði námsmanna ?

Við hjálpum þér að átta þig á þinni stöðu hjá sjóðnum.