Strætó

Námsmönnum erlendis stendur til boða að nýta sér 50% nemaafslátt Strætó

Nánari upplýsingar:

1. Senda póst á markus@straeto.is eða kamilla@straeto.is með staðfestingu á skólavist og kennitölu nemanda. Afgreiðsla skráninga tekur um 3 daga.

2. Búa til aðgang að mínum síðum á klappid.is

3. Auðkenna sig með rafrænum skilríkjum á mínum síðum

4. Þegar skráning hefur verið afgreidd koma upp skilaboð þegar nemandi auðkennir sig að viðkomandi eigi rétt á nemaafslætti.

5. Nú getur nemandinn verslað mánaðar-og árskort með 50% afslætti og valið að nota það á Klapp-appi eða með Klapp-korti.

Eimskip

Afsláttur SÍNE félaga af flutningsgjöldum hjá Eimskip
SÍNE félagar njóta 15% afsláttar af flutningsgjöldum hjá Eimskip. Til að þess að eiga rétt á afslættinum þarf félagsmaður að senda upplýsingar um nafn, kennitölu, netfang og flutningsleið til skrifstofu SÍNE. Þegar nafn hans hefur verið skráð á afsláttarlista Eimskips fær hann tilkynningu þess efnis í tölvupósti.
Upplýsingar um verð og flutningsleiðir gefur skrifstofa Eimskips í Reykjavík.

DHL

Háskólanemar sem sækja um háskóla erlendis fá 50% afslátt á skjalasendingum með DHL þegar þeir senda út umsóknir, gegn framvísun skólaskírteinis. Þannig er hægt að senda út umsóknina sína hratt og örugglega á hagstæðu verði. Frekari upplýsingar á vefsíðu DHL.