Skip to main content

Umsögn um breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna (ábyrgðarmenn og námsstyrkir), mál nr. S-85/2024

Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) lýsir yfir vonbrigðum með hve litlar úrbætur er stefnt á í fyrirætluðum breytingum á lögum um Menntasjóð námsmanna. Þessa vinnu má rekja aftur til ársins 2020 þegar lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi en í þeim má finna bráðabirgðaákvæði sem kveður á um að ráðherra skuli kynna niðurstöður endurskoðunar laganna eigi síðar en á haustþingi 2023. Stúdentahreyfingarnar byrjuðu að undirbúa sig fyrir endurskoðunina á vormánuðum 2022, fyrir tæpum 2 árum, og birtu bæði SÍNE og LÍS ítarlegar kröfugerðir um haustið sama ár (sjá hér og hér). Þá gaf ráðuneytið út skýrslu í lok árs 2023 um mat á endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna, þar sem rakin eru fjölmörg tilefni til úrbóta. Það eru því vonbrigði að sjá að ráðherra ætli ekki að nýta alla þessa vinnu, bæði stúdenta og ráðuneytisins, til þess að gera raunverulegar og heildstæðar úrbætur á námslánasjóðskerfinu.


Þrátt fyrir að einstaka breytingar sem frumvarpið boðar séu smávægilegt skref í rétta átt þá telur SÍNE að ráðast verði í umtalsverðar breytingar til þess að sjóðurinn sinni jöfnunarhlutverki sínu sem skyldi. Að neðan má lesa umsögnina í heild sinni.