Spurningar til stjórnmálaflokka um námslánakerfið Er það stefna þíns flokks að koma á nýju námslánakerfi? Ef já, munu fulltrúa námsmannahreyfinganna fá að taka þátt í þeirri vinnu frá upphafi til enda? Já. Sjálfstæðisflokkurinn telur að taka eigi upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Bent skal á að Sjálfstæðisflokkurinn barðist fyrir því að frumvarp sem kom betur út fyrir a.m.k. 85% námsmanna samkvæmt niðurstöðum óháðrar greiningar yrði samþykkt á þessu kjörtímabili. Fulltrúar um 20.000 stúdenta kröfðust þess enda að frumvarpið yrði samþykkt. Sjálfstæðisflokkurinn vill að samráð sé haft við fulltrúa námsmannahreyfinga við undirbúning, gerð frumvarps og á meðan það er…
Spurningar til stjórnmálaflokka um námslánakerfið : Svör Viðreisnar Er það stefna þíns flokks að koma á nýju námslánakerfi? Ef já, munu fulltrúa námsmannahreyfinganna fá að taka þátt í þeirri vinnu frá upphafi til enda? Viðreisn vill sjá þá breytingu á námslánakerfinu að það sé árangurshvetjandi í formi styrkja. Viðreisn talar fyrir auknu gagnsæi í allri stjórnsýslu og telur mikilvægt að nýta þekkingu og reynslu þeirra sem þekkja aðstæður af eigin raun. Því er mikilvægt að hlustað sé á sjónarmið námsmannahreyfinganna við endurskoðun á námslánakerfinu. Hvað teljið þið að ætti að vera tilgangur og/eða markmið nýs námalánakerfis? Námslán…
Spurningar til stjórnmálaflokka um námslánakerfið – Björt Framtíð Er það stefna þíns flokks að koma á nýju námslánakerfi? Ef já, munu fulltrúa námsmannahreyfinganna fá að taka þátt í þeirri vinnu frá upphafi til enda? Já, við viljum nýtt kerfi námsaðstoðar sem yrði sambland styrkja og lána, og já, námsmenn kæmu að þeirri vinnu frá upphafi til enda. Hvað teljið þið að ætti að vera tilgangur og/eða markmið nýs námalánakerfis? Að stuðla að því að allir eigi kost á að fara í háskólanám, af alls konar toga, óháð efnahag og að stuðla að góðri námsframvindu. Hvað teljið þið að séu…
Hér fyrir neðan má finna umsögn stjórnar SÍNE sem var send á nefndasvið Alþingis í gær: SÍNE – Umsögn31082016 Borist hafa fjölmargar umsagnir um frumvarpið og má kynna sér þær á vef Alþingis.
Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) fagnar því að frumvarp Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) hafi verið tekið af dagskrá Alþingis. Hér má finna helstu athugasemdir sambandsins við frumvarpið Það er jákvætt að til skoðunar sé að koma upp námsstyrkjakerfi á Íslandi og því ber að fagna og má búast við að íslenskir námsmenn í heild verði ánægðir með þessa stefnubreytingu. Einnig er jákvætt að lagt sé til að styrkurinn verði verðtryggður. Hins vegar, eins og rökstutt verður hér að neðan, telur SÍNE að þessi styrkur sé of dýru verði keyptur miðað við aðrar breytingar sem…
Stjórn SÍNE nálgaðist nýtt frumvarp um Lánasjóð Íslenskra námsmanna seinni partinn í gær þegar það var birt á vef Alþingis. Við erum að kynna okkur frumvarpið í þaula og munum birta okkar mat þegar við höfum farið vandlega í gegnum það.
Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) harmar þá ákvörðun menntamálaráðherra að skrifa undir nýjar úthlutunarreglur fyrir námsárið 2016-2017. Fulltrúi SÍNE í stjórn LÍN neitaði að skrifa undir umræddar úthlutunarreglur þriðja árið í röð en með þeim er verið að halda áfram þeim niðurskurði sem boðaður var þegar úthluttunarreglur fyrir námsárið 2015-2016 voru samþykktar. Þá var Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, hvattur til að skrifa ekki undir umræddar úthlutunarreglur með bréfi þann 13. febrúar 2015. Þess ber að geta að vegna þeirrar ákvörðunar ráðherra ákvað stjórn SÍNE að kvarta um ákvörðun hans til Umboðsmanns Alþingis en það mál er enn til meðferðar. Stjórn SÍNE…
Skólaárið 2015-2016 Umsækjendur skulu hafa lokið (eða ljúka í vor) námi til fyrstu gráðu háskólastigs (B.A., B.Sc., B.Ed. eða sambærilegri gráðu). Styrkhæft nám skal allt fara fram í Bandaríkjunum. Styrkirnir eru veittir framúskarandi umsækjendum sem hafastaðfestingu fyrir skólavist í bandarískum háskóla.Styrkirnir eru veittir til eins árs. Í fjárhagsáætlun umsóknarinnarþarf að sýna fram á þörf fyrir styrk. Upphæðir styrkjanna eru mismunandi eftir aðstæðum umsækjenda en undanfarin ár hafa styrkupphæðir verið 3.500-5.000 bandaríkjadalir. Umsóknareyðublöð má sækja á www.iceam.is þar sem almennar upplýsingar koma einnig fram. Umsóknir um Thor Thors styrk þarf að senda eigi síðar en 1. apríl 2015. Umsóknir skulu sendar til Íslensk-ameríska...