Skip to main content

Umsögn stjórnar SÍNE vegna frumvarps laga um Menntasjóð

By 25/01/2020SíNE fréttir

Umsögn stjórnar SÍNE vegna Menntasjóðs námsmanna (1)

Lesa má umsögnina í heild sinni hér að ofan. Stjórnin tekur fram m.a. í umsögninni:

Umrætt frumvarp inniheldur ákvæði sem fela í sér verulegar breytingar frá núgildandi lögum um LÍN nr. 21/1992. Þannig má bæði finna jákvæðar og neikvæðar breytingar fyrir námsmenn. Það gefur augaleið að innleiðing námsstyrkja fyrir alla sem klára nám á skilgreindum tíma sem og styrkir sem sérstaklega eru veittir barnafólki eru mjög jákvæðar breytingar og falla vel að markmiði frumvarpsins um tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti. Hins vegar eru gerðar verulegar breytingar sem þarfnast nánari skoðunar. Þannig felur frumvarpið í sér töluverðar breytingar á námsstuðningi við námsmenn erlendis.