Ný stjórn

By | SíNE fréttir

Stjórn SÍNE fyrir næsta vinnu ár var kosin á aðalfundi 14. ágúst síðastliðinn. Er skipan stjórnar eftirfarandi: Freyja Ingadóttir, formaður.Ragnar Auðun Árnason, varaformaður.Bjarki Þór Grönfeldt, gjaldkeri.Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, meðstjórnandi.Ísak Rúnarsson, meðstjórnandi.Kolfinna Tómasdóttir, meðstjórnandi.Númi Sveinsson, meðstjórnandi.Vera Jónsdóttir, meðstjórnandi.

Read More

SÍNE skorar á Strætó að bjóða upp á 3 mánaða nemakort

By | SíNE fréttir

Stjórn Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum í vikunni og sendi á fræmkvæmdastjóra og formann stjórnar Strætó bs: „Samband íslenskra námsmanna námsmanna erlendis skorar á Strætó bs. að bjóða íslenskum námsmönnum við erlenda háskóla, sem dvelja á Íslandi yfir sumarið, upp á stúdentakort sem gildi yfir 3 mánaða tímabil. Eins og staðan er í dag er aðeins hægt að fá strætókort á stúdentaverði í 6 (5.100kr/mán) eða 12 mánuði (4.542kr/mán). Þau kort eru ekki í boði fyrir stúdenta erlendis, þrátt fyrir að vera mögulega í fjarnámi og búa á Íslandi. Margir stúdentar erlendis koma heim…

Read More

Sumarráðstefna SÍNE 2021

By | SíNE fréttir

Boðað er til Sumarráðstefnu SÍNE laugardaginn 14. ágúst 2021, kl 12:00 til 14:00. Staðsetning tilkynnt síðar. Allir SÍNE-félagar hvattir til að mæta á Sumarráðstefnuna sem og bjóða sig fram til stjórnar. Áhugasamir um framboð eru hvattir til þess að hafa samband á sine@sine.is. Í því samhengi er vert að vekja athygli á því að félagsmenn geta haldið aðild að SÍNE í allt að 7 ár eftir að námi lýkur. Dagskrá: Setning Sumarráðstefnu Ávörp gesta Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla fulltrúa SÍNE í stjórn LÍN um vormisseri lögð fram ásamt umræðum Skýrsla stjórnar SÍNE um vormisserið lögð fram ásamt umræðum. Endurskoðaðir…

Read More

SÍNE bendir á stóraukinn kostnað við heimferðir íslenskra námsmanna erlendis frá

By | SíNE fréttir

Hertar reglur um varnir á landamærum Íslands gegn COVID 19 fela í sér að stór hópur íslenskra námsmanna, sem dvalið hafa við nám erlendis í vetur, mun að líkindum þurfa að dvelja í 5 daga sóttkví á farsóttarhóteli við komuna til landsins. Stjórn Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) styður þessar lýðheilsuaðgerðir, en vekur athygli á þeim mikla kostnaði sem af þessum og fyrri aðgerðum hlýst fyrir námsmenn á leið frá námslöndum. Ráðgert er að kostnaður við gistingu og uppihald í sóttkví verði 10.000 kr. á hvert herbergi, hverja nótt, sem bætist við kostnað við öflun PCR vottorðs sem oft kostar…

Read More

Námsstyrkir Menntasjóðs VÍ auglýstir til umsóknar

By | SíNE fréttir

Opið er fyrir styrkumsóknir til námsstyrkja úr Menntasjóði Viðskiptaráðs frá og með 7.desember 2020. Þeir sem geta sótt um eru nemendur í fullu framhaldsnámi erlendis. Í ár eru fjórir styrkir veittir að upphæð 1.000.000 kr. hver. Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2021 og verða styrkþegar tilkynntir 11. febrúar 2021. Sjá nánar á vef VÍ: https://www.vi.is/frettir/umsokn-um-namsstyrk-2020

Read More

Sumarráðstefna SÍNE

By | SíNE fréttir

Sumarráðstefna SÍNE verður haldin fimmtudaginn 13. ágúst 2020 kl. 17:00 að Borgartúni 6 (BHM-húsið-4-hæð). Þá eru allir SÍNE-félagar hvattir til að mæta á Sumarráðstefnuna sem og bjóða sig fram til stjórnar. Í því samhengi er vert að vekja athygli á því að félagsmenn geta haldið aðild að SÍNE í allt að 7 ár eftir að námi lýkur. Samkvæmt 9. gr. laga um SÍNE skulu eftirfarandi dagskrárliðir vera teknir fyrir á Sumarráðstefnu SÍNE: a) Setning Sumarráðstefnu. b) Kosning fundarstjóra og fundarritara. c) Skýrsla fulltrúa SÍNE í stjórn LÍN um vormisseri lögð fram ásamt umræðum d) Skýrsla stjórnar SÍNE um vormisserið lögð…

Read More

Sögur námsmanna erlendis

By | SíNE fréttir

SÍNE óskar eftir frásögnum íslenskra námsmanna sem voru/eru í námi erlendis í yfirstandandi COVID-19 faraldri. Tilgangurinn er fyrst og fremst að kortleggja stöðu okkar hóps. Námsmenn erlendis eru gríðarlega fjölbreyttur hópur, en mörg okkar höfum þurft að hverfa frá draumanáminu í draumaborginni. Í ofanálag glíma mörg okkar við fjárhagsáhyggjur, enda mörg dæmi um það að fólk hafi eytt miklum fjármunum í skólagjöld fyrir kennslu sem aldrei fór fram og leigu fyrir húsnæði sem nú stendur autt og ónotað. Allt þetta vill SÍNE fá að heyra um og fá eins marga vinkla á vandann og hægt er. Sagan má vera nokkrar…

Read More