Á meðfylgjandi mynd og PDF skjali: Framfærsla-námsmanna-erlendis-2013-2018-Miðað-við-60-ECTS-SÍNE260118 má sjá svart á hvítu niðurskurð á framfærslu námsmanna erlendis eftir löndum hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna árin 2013-2018.
Föstudaginn 30.júní verður skrifstofa SÍNE lokuð vegna sumarfrís starfsmanns og opnar aftur eftir verslunarmannahelgina. Öllum tölvupósti verður svarað á netfangið: sine@sine.is Gleðilegt sumar !
Spurningar frá stjórn SÍNE um námslánakerfið til stjórnmálaflokka og þá hvernig flokkarnir sjá framtíðina fyrir sér í þeim efnum. Við birtum svörin þegar þau berast – fyrst eru það svör Alþýðufylkingarinnar 1. Er það stefna þíns flokks að koma á nýju námslánakerfi? Ef já, munu fulltrúa námsmannahreyfinganna fá að taka þátt í þeirri vinnu frá upphafi til enda? Já hvort það er, – og já, og meira en það: námsmannahreyfingin þarf að vera tilbúinn til að berjast með okkur fyrir nýju kerfi. 2. Hvað teljið þið að ætti að vera tilgangur og/eða markmið nýs námalánakerfis? Námslán eiga að gera fólki…
Deutscher Akademischer Austauschdienst (DAAD), þýsk stofnun sem sér um skipti háskólanema og háskólakennara/fræðimanna milli Þýskalands og annarra landa, býður námsfólki sem lokið hefur grunnnámi á háskólastigi (graduates) upp á tækifæri til þess að halda námi sínu áfram í Þýskalandi með postgraduate-námi eða annars konar framhaldsnámi. Námsstyrkir fyrir erlenda nemendur sem lokið hafa grunnnámi (graduates)á sviði tónlistar Námsstyrkir fyrir erlenda nemendur sem lokið hafa grunnnámi (graduates) á sviði leiklistar Námsstyrkir fyrir erlenda nemendur sem lokið hafa grunnnámi (graduates) á sviði listar (Fine Art), hönnunarmiðlun (Visual Communication) og kvikmynd Nánari upplýsingar má finna study-scholarships-for-foreign-graduates-in-the-field-of-music.
Líkt og flestum er kunnugt um kvartaði stjórn SÍNE yfir ákvörðun ráðherra um að staðfesta úthlutunarreglur LÍN til Umboðsmanns Alþingis þann 12. maí 2015. Það mál er enn í gangi m.a. vegna ótrúlegs seinagangs ráðherra við að svara fyrirspurnum Umboðsmanns. Þegar umrædd kvörtun var lögð fram tók stjórn SÍNE saman helstu gögn vegna skerðingar á framfærslulánum til námsmanna erlendis síðustu ár. Það var sett upp í excel skjal þar sem má sjá, á skýran hátt, niðurskurð á framfærslulánum eftir löndum og milli ára miðað við einstaklinga. Við vekjum athygli á því að rauðu tölurnar tákna niðurskurð. Sjá má skjalið hér:…
Fyrir þá sem vilja bæta enskunkunnáttuna áður en haldið er út í lengra háskólanám – þá er hægt að fara t.d. til Dublin á stutt tungumálanámskeið:http://www.atlaslanguageschool.com/
Af gefnu tilefni vill Samband íslenskra námsmanna erlendis koma því á framfæri að verið sé að skoða hvaða möguleikar séu í stöðunni eftir ákvörðun mennta-og menningarmálaráðherra, Illuga Gunnarssonar, að skrifa undir nýjar úthlutunarreglur LÍN fyrir skólaárið 2015-2016 en með þeim er annað árið í röð verið að skera niður framfærslu námsmanna erlendis. Því mun SÍNE fara yfir það á næstunni með lögfróðum aðilum hvort tilefni sé að kvarta yfir ákvörðun ráðherra til Umboðsmanns Alþingis enda fullljóst að forsendubresturinn fyrir námsmenn erlendis er mikill og því mun stjórn SÍNE leita allra leiða til að leiðrétta hann.
SÍNE leitar eftir einstaklingi til að vera fulltrúi félagsins í LÍS en landsfundur þess síðarnefnda mun fara fram síðustu helgina núna í mars á Laugarvatni. Þá verða tveir nýir fulltrúar SÍNE kosnir í stjórn LÍS. Ljóst er að um spennandi tækifæri er að ræða enda LÍS nýstofnuð samtök sem eru í mikilli þróun um þessar mundir. Framkvæmdastjórn LÍS fundar að meðaltali 1-2 í hverjum mánuði en lágmarksskilyrði fyrir tilnefningu í framkvæmdastjórn er að viðkomandi aðili sé félagsmaður í SÍNE. Sjá nánar þar um í 4. gr. laga síne: Félagsaðild að SÍNE varir svo lengi sem námsmaður er í námi erlendis….