Skip to main content

Vilt þú vera fulltrúi SÍNE í Landssamtökum íslenskra stúdenta (LÍS) ?

By 23/03/2015Uncategorized

SÍNE leitar eftir einstaklingi til að vera fulltrúi félagsins í LÍS en landsfundur þess síðarnefnda mun fara fram síðustu helgina núna í mars á Laugarvatni. Þá verða tveir nýir fulltrúar SÍNE kosnir í stjórn LÍS. Ljóst er að um spennandi tækifæri er að ræða enda LÍS nýstofnuð samtök sem eru í mikilli þróun um þessar mundir. Framkvæmdastjórn LÍS fundar að meðaltali 1-2 í hverjum mánuði en lágmarksskilyrði fyrir tilnefningu í framkvæmdastjórn er að viðkomandi aðili sé félagsmaður í SÍNE. Sjá nánar þar um í 4. gr. laga síne:

Félagsaðild að SÍNE varir svo lengi sem námsmaður er í námi erlendis.
SÍNE félagi sem lokið hefur námi sínu erlendis getur gengið í stjórn SÍNE næstu þrjú árin eftir að námi hans lauk og verið félagi í fimm ár eftir að námi lýkur.

Stjórn SÍNE hvetur alla áhugasama sem uppfylla ofangreind skilyrði að senda tölvupóst á sine@sine.is þar sem viðkomandi getur lýst yfir áhuga sínum á að fara í framkvæmdastjórn LÍS eða spurt frekari spurninga um stöðuna.