Skip to main content

Sumarráðstefna SÍNE

By 08/07/2019SíNE fréttir

Sumarráðstefna SÍNE verður haldin fimmtudaginn 8. ágúst 2018 kl 17:15 hjá BHM, Borgartúni 6, 105 Reykjavík.

Samkvæmt 9. gr. laga félagsins skulu eftirtaldir liðir vera á dagskrá Sumarráðstefnu SÍNE.

a) Setning Sumarráðstefnu.
b) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
c) Skýrsla fulltrúa SÍNE í stjórn LÍN um vormisseri lögð fram ásamt umræðum
d) Skýrsla stjórnar SÍNE um vormisserið lögð fram ásamt umræðum.
e) Endurskoðaðir reikningar fyrir starfsárið teknir til afgreiðslu
f) Stjórnarskipti
g) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
h) Ákvörðun um upphæð árgjalda fyrir komandi starfsár
i) Lagabreytingar
j) Önnur mál
k) Sumarráðstefnu slitið

Fyrir liggja lagabreytingartillögur sem tekna verða undir i) lið að ofan en þær má sjá í meðfylgjandi   skjali á Facebook síðu félagsins.

Stjórn SÍNE hvetur þá félagsmenn sem hafa snúið heim aftur eftir nám til að bjóða fram krafta sína fyrir félagið.

Sem fyrr er spennandi vetur framundan þar sem má vænta þess að lagt verður fram nýtt frumvarp um lánasjóðskerfið.

Áhugasamir eru eindregið hvattir til að hafa samband við okkur hér á facebook eða í gegnum sine@sine.is