Skip to main content

Sumarráðstefna SÍNE

By 13/08/2022SíNE fréttir

Boðað er til Sumarráðstefnu SÍNE föstudaginn 19. ágúst 2022, kl 17:30 í sal BHM Borgartúni 6 í Reykjavík.
Allir SÍNE-félagar hvattir til að mæta á Sumarráðstefnuna sem og að bjóða sig fram til stjórnar. Áhugasamir um framboð eru hvattir til þess að hafa samband á sine@sine.is. Í því samhengi er vert að vekja athygli á því að félagsmenn geta haldið aðild að SÍNE í allt að 7 ár eftir að námi lýkur.
Dagskrá:
1 Setning Sumarráðstefnu
2 Ávörp gesta
3 Kosning fundarstjóra og fundarritara
4 Skýrsla fulltrúa SÍNE í stjórn LÍN um vormisseri lögð fram ásamt umræðum
5 Skýrsla stjórnar SÍNE um vormisserið lögð fram ásamt umræðum.
6 Endurskoðaðir reikningar fyrir starfsárið teknir til afgreiðslu
7 Stjórnarskipti
8 Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
9 Ákvörðun um upphæð árgjalda fyrir komandi starfsár
10 Lagabreytingar
11 Önnur mál
12 Sumarráðstefnu slitið