Skip to main content

Sumarráðstefna SÍNE 2023 

By 28/06/2023SíNE fréttir

Sumarráðstefna SÍNE fer fram föstudaginn 11. ágúst kl. 17.00 í sal BHM í Borgartúni 6! Einnig er möguleiki að taka þátt rafrænt.

Sumarráðstefna er aðalfundur SÍNE og þar er kosið í nýja stjórn félagsins. Allt að níu fulltrúar eru kjörnir í stjórn af sumarráðstefnu. Forseti er kosinn sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum. Að öðru leyti segir til um stjórnarkjör í lögum félagsins. 

Við hvetjum félagsmenn til að mæta á staðinn en vinsamlegast sendið póst á sine@sine.is ef þið óskið eftir að taka þátt á fundinum rafrænt. Hafa má samband á sama netfang með fyrirspurnir um stjórnarkjörið. Við hvetjum öll áhugasöm til að taka þátt í starfinu og bjóða sig fram. 

Minnt er á að hægt er að vera félagi í SÍNE í allt að sjö ár eftir að námi lýkur. Við hvetjum sérstaklega námsmenn sem hafa lokið sínu námi erlendis og flutt heim nýlega til að bjóða sig fram!

Skulu breytingartillögur að lögum félagsins hafa borist stjórn félagsins í síðasta lagi viku fyrir upphaf sumarráðstefnu.