Skip to main content

SÍNE skorar á Strætó að bjóða upp á 3 mánaða nemakort

By 16/07/2021SíNE fréttir

Stjórn Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum í vikunni og sendi á fræmkvæmdastjóra og formann stjórnar Strætó bs:

„Samband íslenskra námsmanna námsmanna erlendis skorar á Strætó bs. að bjóða íslenskum námsmönnum við erlenda háskóla, sem dvelja á Íslandi yfir sumarið, upp á stúdentakort sem gildi yfir 3 mánaða tímabil. Eins og staðan er í dag er aðeins hægt að fá strætókort á stúdentaverði í 6 (5.100kr/mán) eða 12 mánuði (4.542kr/mán). Þau kort eru ekki í boði fyrir stúdenta erlendis, þrátt fyrir að vera mögulega í fjarnámi og búa á Íslandi. Margir stúdentar erlendis koma heim að vinna á sumrin og ætti það að vera jákvætt sá hópur nýti sér almenningssamgöngur á því tímabili. Þá eru stúdentar erlendis ólíklegri en allir aðrir hópar til þess að eiga eða hafa aðgang að bíl, þar sem þau búa ekki hér á landi meirihluta ársins.“