Skip to main content

Píratar hafa svarað spurningum SÍNE um námslán

Spurningar til stjórnmálaflokka um námslánakerfið

 

 1. Er það stefna þíns flokks að koma á nýju námslánakerfi? Ef já, munu fulltrúa námsmannahreyfinganna fá að taka þátt í þeirri vinnu frá upphafi til enda?

Já og já. Píratar eru mjög opnir fyrir hugmyndum um styrkjakerfi og í samþykktri námslánastefnu flokksins kemur m.a. fram að námsmaður sem ljúki námi á réttum tíma skuli fá láninu breytt í styrk upp að ákveðnu marki. Sömuleiðis viljum við leiðrétta grunnframfærslu LÍN til samræmis við eðlilegar fjárþarfir fólks í námi og að hún miðist við það land sem námsmaður stundar nám í, auk þess að afnema tekjutengingar námslána o.fl, Eitt helsta áherslumál Pírata er að efla aðkomu almennings að stjórnmálum og það á sérstaklega við um að efla aðkomu þjóðfélagshópa að málum sem koma þeim sérstaklega við. Stjórnvöld þurfa að viðhafa mun meira samráð við almenning, sérfræðinga og hagsmunaaðila frá upphafi til enda stefnumótunar og því er það sjálfsögð krafa að námsmannahreyfingar taki þátt í allri stefnumótun í þessum málaflokki.

 1. Hvað teljið þið að ætti að vera tilgangur og/eða markmið nýs námalánakerfis?

Nýtt námslánakerfi ætti að taka tilli til mismunandi félagslegrar stöðu stúdenta, þar með talið búsetu og barneigna.

 1. Hvað teljið þið að séu mikilvægustu hagsmunamál námsmanna erlendis?

Stöðugar úthlutunarreglur á námstímanum. Það hefur verið allt að 35% lækkun á framfærslu á þriggja ára tímabili núna – og það er algjör forsendubreyting fyrir marga. Þegar námsmaður fer út í nám þá þarf hann að geta treyst því að mánaðarleg framfærsla þeirra muni ekki lækka á tímabilinu.

 1. Hvernig stefnið þið að því að gæta þessara hagsmuna?

Með því að fylgjast vel með málaflokknum og beita okkur í þessum málaflokki.

 1. Mun þinn flokkur gera það að skilyrði fyrir ríkisstjórnarsamstarfi að 1/3 af heildarfjárhæð námsaðstoðar frá LÍN verði að styrkjum skilyrðislaust og komið til framkvæmda í síðasta lagi fyrir skólaárið 2018-2019?

Nei.

 1. Vill þinn flokkur hafa aukna styrki með skilyrðum, t.d. um að þú setjist að á Íslandi eða utan höfuðborgarsvæðisins eftir nám?

Við viljum allavega skoða þennan möguleika og þá sér í lagi horfa til hvernig þetta er gert í Norður Noregi með brothættu b yggðarnar þar.

 1. Mun þinn flokkur gera það að skilyrði fyrir ríkisstjórnarsamstarfi að farið verði í það tafarlaust að endurskoða framfærsluþörf námsmanna erlendis?

Ekki skilyrði, enda er það heldur sterkt orð, en við munum að sjálfsögðu beita okkur frir því að framfærsla fyrir erlenda námsmenn verði endurskoðuð og framfærsluþörfin byggð á raungögnum.

 1. Síðustu þrjú ár hefur niðurskurður verið á framfærslulánum og ferðalánum frá LÍN en auk þess hefur frítekjumarkið verið skert. Mun þinn flokkur gera það að skilyrði fyrir ríkisstjórnarsamstarfi að leiðrétta skerðingu síðustu þriggja skólaára þannig að framfærslulán til námsmanna erlendis verði aukin á þessu skólaári, 2016-2017, til samræmis við þessa skerðingu?

Aftur, skilyrði er sterkt orð, en við viljum leiðrétta þennan niðurskurð og horfa meira til norðurlandanna í þessum efnum þar sem eru meiri ferðastyrkir fyrir námsmenn.

 1. Er það vilji ykkar að námslán til námsmanna erlendis verði takmarkað eftir námslöndum og námsgráðum? Ef já, með hvaða hætti?

Nám er fjölbreytt og námslánakerfið þarf að vera sveigjanlegt, þannig við sjáum ekki ástæðu til þess að takmarka námslán eitthvað frekar en verið hefur.

 1. Hvaða vexti vill þinn flokkur hafa á námslánum frá LÍN?

Núverandi vaxtakjör eru viðráðanleg og ætti alls ekki að hækka vexti. 0-1% vextir ættu að vera á lánunum, og með

 1. Er það vilji ykkar að hámarksfjárhæð verði á námsaðstoð frá LÍN? Ef já, að hvaða fjárhæð?

Nei, en það væri hægt að takmarka framfærslulán frá LÍN miðað við ákveðna námsframvindu eða árafjölda eins og gert er. Sumt nám er einfaldlega dýrt – og það er tilgangur lánasjóðsins að fjármagna það á hagstæðum kjörum til þess að auka fjölbreytileika mannauðs Íslands.

 1. Er það vilji ykkar að námsaðstoð verði einungis veitt upp að ákveðnum einingafjölda? Ef já, að hvaða marki?

Nei.

 1. Munuð þið beita ykkur fyrir því að lántökugjöld verði afnumin af námslánum?

Já.