Skip to main content

Lagabreytingatillögur

By 14/08/2022SíNE fréttir

Stjórn SÍNE leggur til eftirfarandi lagabreytingar á Sumarráðstefnu 19. ágúst:

Í stað orðanna „formaður“ og „varaformaður“ komi „forseti“ og „varaforseti“.

Fyrstu tvær setningar 10. gr. laga hljóði svo: Stjórn SÍNE situr í Reykjavík og skal kosið til hennar á sumarráðstefnu félagsins en stjórn þess skipa minnst fimm og mest níu aðalmenn. Fullgildir félagsmenn eru kjörgengir í stjórn.“ Seinni hluti 10. gr. haldist óbreyttur.

Í stað „Landssambands æskulýðsfélaga (LÆF)“ komi „Landssamband ungmennafélaga (LUF)“.