Skip to main content

Styrkir til náms í Þýskalandi – DAAD styrkir

By 02/11/2016SíNE fréttir

daad-grants-2017-1 Hér má sjá nánari upplýsingar um styrkina.

Stjórnvöld í Þýskalandi bjóða fram styrki handa Íslendingum til að stunda háskólanám og rannsóknastörf í Þýskalandi skólaárið 2017-2018.
Auk styrkja til háskólanáms og rannsóknastarfa eru veittir styrkir til tungumálanáms, kynnisheimsókna, starfsþjálfunar á ákveðnum sviðum svo og eru veittir sérstakir styrkir til listamanna.
Einnig eru í boði styrkir fyrir fyrrverandi DAAD-styrkþega.

Í öllum tilfellum er sótt um rafrænt á vef DAAD. Athugið að frestur er misjafn eftir styrkjaflokkum og að kerfinu er lokað fyrir hvern þeirra þegar hann er liðinn.
Með því að velja Ísland í dálknum til vinstri sést hvaða styrkir eru í boði.

Hvað varðar styrki til tungumálanáms skal skriflegum umsóknum skilað til Upplýsingastofu um nám erlendis, Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík (Dóra og Matthew tekur við þeim) fyrir 01. desember 2016 kl. 12.00.

Í öllum öðrum tilfellum skal skila umbeðnum fylgigögnum og útprentaðri umsókn úr rafræna kerfinu til Rannís eigi síðar en 3 virkum dögum eftir að umsókn hefur verið skilað rafrænt.

Þeir sem hafa frekari spurningar um styrkina snúi sér til Jessicu Guse (jessica@hi.is).

<!–more–>

All scholarships:
https://www.daad.de/deutschland/stipendium/datenbank/en/21148-scholarship-database/?status=&origin=&subjectGrps=&daad=&q=&page=1&back=1