Skip to main content

Fréttabréf SÍNE – Apríl 2024

By 01/05/2024júlí 2nd, 2024Fréttabréf, SíNE fréttir

Völd óskast: Forseti allra kynslóða?

Landssamband Ungmennafélaga og JCI á Íslandi bjóða ungu fólki til samtals við frambjóðendur til forseta Íslands, Kristinn Óli Haraldsson sér um fundarstjórn. Ungt fólk er fjölmennasti hópur kjósenda en jafnframt sá hópur sem hefur minnst völd í samfélaginu og gleymist gjarnan í samfélagsumræðunni. Hér verður kastljósinu beint að stöðu ungs fólks, sjónarmið þeirra kynnt og frambjóðendur látnir svara þeim spurningum sem brenna á ungu fólki. Við óskum eftir forseta sem færir ungu fólki völd, er okkar málsvari og sýnir það í verki. En hvaða frambjóðandi er best til þess fallinn að verða við þeirri ósk?

Ungt fólk, mætum, tökum upplýsta ákvörðun og nýtum okkur kosningaréttinn, þannig höfum við áhrif!

Dagskrá:
13:45 Húsið opnar
14:00 Opnunarávarp
14:05 Pallborðsumræður hefjast
15:00 Kaffispjall frambjóðenda og ungra kjósenda
15:45 Viðburði lýkur

Boðið var þeim 5 frambjóðendum sem mælst hafa með mestan stuðning í helstu skoðanakönnunum.


Fara Bara er upplýsingavefur Upplýsingastofu um nám erlendis, síðan er rekin af Rannís í samstarfi við SÍNE og Eurodesk á Íslandi, og þar má finna helstu upplýsingar um nám erlendis: Hvernig á að sækja um og finna styrki, kynna sér ólík lönd og lesa reynslusögur nemenda.

Kíktu á Fara Bara hér! 


Þýska sendiráðið auglýsir samkeppni

Þýska sendiráðið auglýsir samkeppni um rannsóknarhugmyndir sem stuðla að framþróun á sviði stafrænna lausna og umhverfisverndar. Sigurvegarar samkeppninnar fá að launum þriggja mánaða rannsóknardvöl í þýskum háskóla árið 2025, þátttöku á tengslamyndunarráðstefnu í Þýskalandi vorið 2025 og verða meðlimir í stórum hópi vísindafólks sem tekur þátt í Digital Green Talents network.

Hér er hægt að skoða bækling og auglýsingu um verðlaunin.

Nánari upplýsingar á www.digitalgreentalents.de


Styrkir til náms í Kína (Renmin háskóli)

Sendiráð Íslands í Peking vekur athygli á tilkynningu Renmin háskólans í Kína – Silk Road School um styrk til náms á meistarastigi í Kínverskum fræðum við Chongyang Institute for Financial Studies sem staðsett er í Peking. Renmin háskóli er meðal bestu háskóla Kína.

Nánari upplýsingar má finna hér og hér.

—-

The Embassy of Iceland in Beijing draws attention to the announcement by the Renmin University in China – Silk Road School about a grant for a master’s degree in Chinese studies at the Chongyang Institute for Financial Studies located in Beijing. Renmin University is among the best universities in China.

Further information here and here.


Lífskjarakönnun stúdenta

Kæri námsmaður erlendis!

Viðamiklar breytingar standa nú yfir í háskólum á Íslandi, svo sem sameiningarviðræður, endurskoðun á fjármögnunarlíkani háskóla, auk þess sem fyrirhugað er að gera breytingar á Menntasjóði námsmanna. Af því tilefni biðjum við þig að taka þér 5-10 mínútur til þess að svara meðfylgjandi könnun. Um er að ræða Lífskjararannsókn stúdenta sem nú er lögð fyrir í fyrsta skipti en því fleiri sem svara því betri innsýn fáum við í stöðu og hagi stúdenta í íslensku samfélagi. Að sjálfsögðu verður ekki hægt að rekja svör könnunarinnar til einstakra svarenda og farið er með öll gögn sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um rannsóknina eru hér fyrir neðan. Við viljum einnig nefna að í lok könnunar getur þú skráð þátttöku þína í svarendalottó, en tíu heppnir svarendur fá að launum 25.000 kr. gjafabréf í Kringluna.

Könnunina má finna hér.

Með fyrirfram þökk fyrir þátttökuna og baráttukveðjur,

Þórdís Dröfn, forseti SÍNE
Alexandra Ýr van Erven, forseti LÍS
 


Eftirfarandi könnun er framkvæmd af LÍS og BHM til að kanna lífskjör námsmanna á Íslandi. Ábyrgðaraðili að könnuninni er BHM sem leggur könnunina fyrir og vinnur úr niðurstöðum sem verða eingöngu birtar í formi meðaltala og hlutfalla fyrir hópa sem eru nægjanlega stórir til að ómögulegt sé að greina svör til einstakra svarenda. Könnunin er samin í samstarfi BHM og LÍS.

Við framkvæmd könnunarinnar er ekki unnið með persónugreinanlegar upplýsingar. Svör þátttakenda eru órekjanleg. Þátttaka er valfrjáls en með því að svara könnuninni samþykkir þú þátttöku. Þrátt fyrir að úrvinnsla svara sé ópersónugreinanleg getur þú lesið nánar um vinnslu persónuupplýsinga og réttindi þín í persónuverndaryfirlýsingu BHM.

Hafi þátttakendur einhverjar spurningar um framkvæmd könnunarinnar er þeim frjálst að beina fyrirspurnum til lifskjarakonnun@studentar.is.


Yfirtökur á samfélagsmiðlum

Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir, ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda, sýndi frá lífi og námi í mannréttindafræði við Háskólann í Malmö.Þá var hún stödd í Kuala Lumpur í Malasíu að framkvæma rannsókn fyrir BA lokaritgerð sína, en rannsóknarspurning hennar er: How do the women of Musawah navigate between cultural Relativism and Universalism in the discussion on women’s rights? Einnig fjallaði Stefanía um námsumhverfið í Malmö, möguleika á skiptinámi, háskólasvæðið og margt fleira. SÍNE þakkar Stefaníu kærlega fyrir fræðandi og skemmtilegt innlit!

Yfirtökuna má nálgast í heild sinni á Instagram síðu SÍNE: @sambandine