Af gefnu tilefni vill Samband íslenskra námsmanna erlendis koma því á framfæri að verið sé að skoða hvaða möguleikar séu í stöðunni eftir ákvörðun mennta-og menningarmálaráðherra, Illuga Gunnarssonar, að skrifa undir nýjar úthlutunarreglur LÍN fyrir skólaárið 2015-2016 en með þeim er annað árið í röð verið að skera niður framfærslu námsmanna erlendis.
Því mun SÍNE fara yfir það á næstunni með lögfróðum aðilum hvort tilefni sé að kvarta yfir ákvörðun ráðherra til Umboðsmanns Alþingis enda fullljóst að forsendubresturinn fyrir námsmenn erlendis er mikill og því mun stjórn SÍNE leita allra leiða til að leiðrétta hann.