Skip to main content

Um Menntasjóð námsmanna 2024-2025


Helsta breyting á úthlutunarreglum Menntasjóðs námsmanna fyrir 2024-2025 var hækkun á frítekjumarki. Breytingin er sú að frítekjumark námsmanns er 2.200.000 kr. á árinu 2024, en árið 2023 var frítekjumark námsmanns 1.622.000 kr. Stúdentar hafa löngum sagt frítekjumarkið alltof lágt og að sama skapi að fjárhæð framfærslulána þurfi að hækka, enda áhrif þess að námsmenn vinni mikið með námi meðal annars þau að það dregur úr námshraða. Hækkun frítekjumarksins er því jákvæð þróun. Hvað varðar framfærslulánin, þá hækkaði húsnæðisliður í framfærslugrunninum í ár eins og fulltrúar námsmanna í stjórn hafa kallað eftir. Þó hefðum við viljað sjá meiri hækkun, enda leiðir of lág framfærsla aðeins til óskilvirkni og ama fyrir námsmenn.

  • Hlutverk Menntasjóðs námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lög um sjóðinn tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti.
  • Námslán eru ekki hreinir styrkir og mikilvægt að námsmenn sem sækja um námslán geri sér grein fyrir því. Þó fellur 30% niður af höfuðstóli lánins niður klári námsmaður námið  á tilsettum tíma.
  • Í stjórn Menntasjóðs námsmanna sitja tíu manns þar af fjórir fulltrúar námsmanna og einn fulltrúi BHM.
  • Lánin eru verðtryggð fyrir vísitölu neysluverðs en vaxtalaus fram að námslokum. Þegar að skuldabréfi hefur verið lokað er lántaka heimilt að velja hvort skuldabréfið skuli vera verðtryggt eða óverðtryggt. Þá getur lántaki einnig valið hvort endurgreiðslu fyrirkomulag bréfsins skuli vera háð lántökufjárhæð eða háð tekjum (svo lengi sem hann klárar nám fyrir 35 ára aldur).
  • Upphæð námsláns ákvarðast í meginatriðum út frá grunnframfærslu, fjölskylduhögum og búsetuformi, árstekjum og námsframvindu.
  • Einstaklingur sem er að endurgreiða námslán samkvæmt eldri lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) á rétt á afslætti aukainnborgunar sem nemur 5-15% af ógjaldföllnum eftirstöðvum skuldabréfs fyrir greiðslu. Hlutfall afsláttar af aukainnborgun ræðst af eftirstöðvum námslána greiðenda.
  • Fyrir árið 2023-2024 breyttust úthlutunarreglur Menntasjóðsins til hins betra að tvennu leyti í samræmi við áherslur fulltrúi SÍNE í stjórn Menntasjóðsins. Þær breytingar eru áfram í gildi, en annars vegar hækkuðu viðbótar skólagjaldalán fyrir læknanema erlendis um 1.500.000 kr. umfram vísitölu neysluverðs frá 2022-2023 til 2023-2024. Hins vegar var sveigjanleiki barnafjölskyldna í námi aukinn frá því sem áður var og geta báðir foreldrar í námi fengið 22 eininga svigrúm vegna barneigna en áður þurftu foreldrar að skipta svigrúminu á milli sín. Með breytingunni er námsmönnum sem eignast barn á námstíma gert kleift að fá námslán í eina önn án þess að skila námsárangri eða rýmra svigrúm til að standast lágmarkskröfur um námsframvindu fram að 12 mánaða aldri barnsins.

Helstu upplýsingar

Grunnframfærsla
Við útreikning framfærslugrunns Menntasjóðs námsmanna er byggt á grunnviðmiði neysluviðmiða velferðarráðuneytisins og er hann uppreiknaður miðað við hækkun vísitölu neysluverðs frá Hagstofu Íslands. Húsnæðiskostnaður er reiknaður miðað við sömu verðlagsforsendur en tekur jafnframt mið af leigu á stúdentagörðum háskólanna fyrir einstaklings-, para- og fjölskylduhúsnæði. Hér að neðan er hægt að skoða framfærslu námsmanna fyrir skólaárið 2024 – 2025.

Frítekjumark námslána

Frítekjumark námslána er 2.200.000 kr. 45% þeirra tekna sem fara fram yfir frítekjumarkið koma til frádráttar á útreikning á lánsupphæð og er skerðingunni dreift hlutfallslega á umsóttar einingar. Heimilt er að fimmfalda frítekjumark námsmanns ef námsmaður hefur ekki verið á námslánum hjá sjóðnum sl. 6 mánuði.

Námsframvinda
Almennt telst námsmaður í fullu námi ljúki hann 60 ECTS–einingum eða ígildi þeirra á skólaári í einum námsferli. Nýr námsferill hefst skipti námsmaður um skóla, námsgrein eða námsgráðu. Í misseraskólum (með skipulaginu haustmisseri, vormisseri og eftir atvikum sumarönn) er að hámarki veitt lán fyrir 30 ECTS-einingum á hvoru misseri og 20 ECTS-einingum á sumarönn, samtals að hámarki 80 ECTS-einingar fyrir námsárið. Jafngildir það 12 mánaða framfærslu. Lágmarksárangur til að eiga rétt á láni á einstökum önnum er 22 ECTS-einingar á haust- eða vormisseri en 15 ECTS-einingar á sumarönn. Nám á sumarönn tilheyrir undangengnu skólaári. Sækja þarf sérstaklega um sumarlán.

Að sækja um lán

Sækja skal sérstaklega um námslán fyrir hverja önn (Þó hægt sé að sækja um nám fyrir haust og vorönn saman). Umsóknarfrestir eru eftirfarandi: 

Haust 2024 til og með 15. október 2024 

Vetur og vor 2025 til og með 15. janúar 2025

Sumar 2025 til og með 15. júní 2025

Námslengd

Alls getur námsmaður fengið lán frá Menntasjóðnum fyrir 480 ECTS einingum, það eru þó ákveðin skilyrði, námsmaður getur þ.a.l. ekki nýtt allar þessar einingar í t.a.m. meistaraprófsgráður. Hlutfallið skiptist eins og sýnt er hér að neðan:
Grunnnám: 180 ECTS

Meistaranám: 120 ECTS
Doktorsnám: 60 ECTS
Svigrúm: 120 ECTS
Samtals: 480 ECTS

Skilyrði fyrir því að geta sótt um námslán

  • Skilyrði til aðstoðar frá sjóðnum er að umsækjandi verði fjárráða á þeirri önn sem sótt er um námslán fyrir. 
  • Það nám sem lánþegi stundar þarf að vera lánshæft, sbr. 2. kafla og lánþegi þarf að uppfylla lágmarkskröfur um námsframvindu, sbr. 3. kafla.
  • Námsmaður getur ekki fengið lán frá sjóðnum ef hann þiggur á sama tíma námsaðstoð frá öðru ríki.
  • Til þess að námsmaður teljist lánshæfur hjá sjóðnum má hann ekki vera í vanskilum við sjóðinn þegar sótt er um lán.
  • Ef námsmaður hefur vísvitandi veitt sjóðnum rangar eða villandi upplýsingar fellur öll námsaðstoð við hann niður og aðstoð sem hann kann að hafa fengið vegna slíkra upplýsinga ber námsmanni að endurgreiða með verðbótum frá útborgunardegi. Þetta á m.a. við ef sannað þykir að námsmaður hafi gefið upp rangar tekjur samkvæmt skilgreiningu sjóðsins um tekjur þegar viðkomandi skattaári er lokið.

Útborgun námslána

Skilyrði fyrir því að mánaðarlegar greiðslur hefjist á síðari önnum námsársins er að búið sé að ganga frá fyrri námsönnum hvað varðar skil á námsárangri og/eða endurgreiðslu vegna ofgreiðslu. Skili námsmaður ekki tilskildum lágmarks námsárangri (60 ECTS) eftir viðkomandi skólaár eru fyrirframgreidd lán endurkræf samkvæmt úthlutunarreglum Menntasjóðs.

Námsstyrkur við námslok

Námsmaður á rétt á námsstyrk sem nemur 30% niðurfærslu á höfuðstól námslánaskuldar ásamt verðbótum á þeim degi sem skuldabréfi er lokað ef lokið er við prófgráðu á þeim tíma sem skipulag skólans á náminu gerir ráð fyrir. Námsstyrkur er einungis veittur vegna náms sem er skipulagt sem fullt nám í að lágmarki tvær annir, þ.e. sem nemur að lágmarki 60 ECTS-einingum eða ígildi þeirra. Námsmenn hafa svigrúm til seinkunar í námi án þess að réttur til námsstyrks skerðist og er eftirfarandi:

  1. Eitt ár umfram þann tíma sem skipulag iðn-, starfs- og aðfaranáms kveður á um.
  2. Eitt ár umfram þann tíma sem skipulag bakkalárs- og meistaranáms kveður á um.
  3. Sex mánuðir umfram þann tíma sem skipulag diplómanáms kveður á um.
  4. Tvö ár umfram þann tíma sem skipulag doktorsnáms kveður á um.

Staðaruppbót
Þar sem verulega munar á íslenskri framfærslu og framfærslu í landinu er námsmaður stundar nám (þ.e. erlendis) er heimilt að veita viðbótarframfærslu (staðaruppbót). Nánari upplýsingar um staðaruppbótina eru í úthlutunarreglum sjóðsins. Ef námsmenn telja sig eiga rétt á staðaruppbót en landið/borgin sem þeir búa í er ekki tekin með í upptalningu lánasjóðsins, hvetur SÍNE þá námsmenn að láta sambandið vita tafarlaust. 

Staðaruppbót
Land / borgKrónur á mánuði
Bandaríkin A122.0178
Bandaríkin B6.2199
London7.6963
Ítalía 30.8307
Kosta Ríka30.1394
Sameinuðu arabísku furstadæmin143.5612
Sviss88.7672

 Undanþágur

Geta átt við um þá námsmenn sem uppfylla ekki skilyrði sjóðsins um lágmarksnámsframvindu, þ.e. að ljúka a.m.k. 22 ECTS einingum, t.d. vegna þeirra aðstæðna sem tilgreindar eru hér að neðan:

  1. Námslok eru í sjónmáli (15 – 21 ECTS einingar eru eftir af námi)
  2. Námsmaður hefur lagt stund á nám þar sem einungis eru 10 ECTS eða 20 ECTS eininga áfangar og námsmaður stenst ekki einn þeirra.
  3. Veikindi, barnsburður, örorka eða lesblinda, hindra eða tefja framgang námsmannsins í náminu. 

Heilræði SÍNE

Aðstoð SÍNE og lánasjóðsfulltrúa SÍNE

Ekki hika við að hafa samband við SÍNE! Námsmönnum stendur til boða að leita til SÍNE og lánasjóðsfulltrúa SÍNE varðandi mál er tengjast Menntasjóði námsmanna. SÍNE á lánasjóðsfulltrúa sem situr í stjórn Menntasjóðsins og veitir stúdentum aðstoð og leiðbeiningar varðandi málefni Menntasjóðsins (sine@sine.is). 

Skrifleg samskipti 

Þegar sótt er um námslán getur ýmislegt skolast til beggja borðsins og því er mikilvægt að hafa hlutina á hreinu. SÍNE vill benda lántökum á að aukið öryggi geti falist í því að hafa samskipti og fyrirspurnir til Menntasjóðsins skriflegar (ATH. Sjóðurinn og þjónustufulltrúar hans geta tekið langan tíma í að svara því er betra að senda strax póst en bíða með það). Það getur verið betra að senda tölvupóst frekar en að hringja vegna fyrirspurna. Með því móti er auðveldara að rekja samskiptasöguna og hægt að koma í veg fyrir „orð gegn orði“ stöðu milli lántakenda og starfsmanns Menntasjóðsins.

Fá staðfestingu á móttöku umsóknar

Mikilvægt er að vera viss um að umsókn hafi borist sjóðnum og best er að halda öllum staðfestingum þess efnis til haga.

Þekkja úthlutnarreglur og undanþágur

Eins og var sagt í byrjun þá eru námslán, lán þrátt fyrir styrk ef námsmaður klárar á tilskyldum tíma. Því er mjög mikilvægt að lántakar kynni sér úthlutunarreglur sjóðsins vel og lánaskilmála sem þeir gangast við um leið og þeir skrifa undir skuldabréf. Sérstök athygli er vakin á reglum sem veita undanþágur og aukið svigrúm, t.d. vegna veikinda, örorku og lesblindu. Námsmenn verða oft fyrir tekjutapi sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef námsmaður hefði kynnt sér úthlutunarreglur Menntasjóðsins.   

Framfærslu viðmið fyrir skólaárið 2024 – 2025:

Framfærsla á skólaáriGrunn-framfærsla á mánuðiHúsnæðis-framfærsla á mánuðiFramfærsla vegna barna á mánuðiAlls framfærsla á mánuði
Í foreldrahúsi1.137.276126.3640126.364
Einhleypur í leigu eða eigin húsnæði2.320.668162.94794.905257.852
Í sambúð, barnlaus2.070.135162.94767.068230.015
Sambúð, 1 barn2.631.591162.94778.45251.000292.399
Sambúð, 2 börn 3.147.597162.94784.786102.000349.733
Sambúð, 3 börn3.606.597162.94784.786153.000400.733
Sambúð, 4 börn4.065.597162.94784.786204.000451.733
Einstæður, 1 barn3.337.659162.947156.90451.000370.851
Einstæður, 2 börn 3.910.671162.947169.572102.000434.519
Einstæður, 3 börn4.369.671162.947169.572153.000485.519
Einstæður, 4 börn4.828.671162.947169.572204.000536.519