Boðað er til Sumarráðstefnu SÍNE laugardaginn 14. ágúst 2021, kl 12:00 til 14:00. Staðsetning tilkynnt síðar. Allir SÍNE-félagar hvattir til að mæta á Sumarráðstefnuna sem og bjóða sig fram til stjórnar. Áhugasamir um framboð eru hvattir til þess að hafa samband á sine@sine.is. Í því samhengi er vert að vekja athygli á því að félagsmenn geta haldið aðild að SÍNE í allt að 7 ár eftir að námi lýkur.
Dagskrá:
- Setning Sumarráðstefnu
- Ávörp gesta
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla fulltrúa SÍNE í stjórn LÍN um vormisseri lögð fram ásamt umræðum
- Skýrsla stjórnar SÍNE um vormisserið lögð fram ásamt umræðum.
- Endurskoðaðir reikningar fyrir starfsárið teknir til afgreiðslu
- Stjórnarskipti
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
- Ákvörðun um upphæð árgjalda fyrir komandi starfsár
- Lagabreytingar
- Önnur mál
- Sumarráðstefnu slitið