Skip to main content

Sumarráðstefna SÍNE 2021

By 13/07/2021SíNE fréttir

Boðað er til Sumarráðstefnu SÍNE laugardaginn 14. ágúst 2021, kl 12:00 til 14:00. Staðsetning tilkynnt síðar. Allir SÍNE-félagar hvattir til að mæta á Sumarráðstefnuna sem og bjóða sig fram til stjórnar. Áhugasamir um framboð eru hvattir til þess að hafa samband á sine@sine.is. Í því samhengi er vert að vekja athygli á því að félagsmenn geta haldið aðild að SÍNE í allt að 7 ár eftir að námi lýkur.

Dagskrá:

  1. Setning Sumarráðstefnu
  2. Ávörp gesta
  3. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  4. Skýrsla fulltrúa SÍNE í stjórn LÍN um vormisseri lögð fram ásamt umræðum
  5. Skýrsla stjórnar SÍNE um vormisserið lögð fram ásamt umræðum.
  6. Endurskoðaðir reikningar fyrir starfsárið teknir til afgreiðslu
  7. Stjórnarskipti
  8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
  9. Ákvörðun um upphæð árgjalda fyrir komandi starfsár
  10. Lagabreytingar
  11. Önnur mál
  12. Sumarráðstefnu slitið