SÍNE óskar eftir frásögnum íslenskra námsmanna sem voru/eru í námi erlendis í yfirstandandi COVID-19 faraldri. Tilgangurinn er fyrst og fremst að kortleggja stöðu okkar hóps. Námsmenn erlendis eru gríðarlega fjölbreyttur hópur, en mörg okkar höfum þurft að hverfa frá draumanáminu í draumaborginni. Í ofanálag glíma mörg okkar við fjárhagsáhyggjur, enda mörg dæmi um það að fólk hafi eytt miklum fjármunum í skólagjöld fyrir kennslu sem aldrei fór fram og leigu fyrir húsnæði sem nú stendur autt og ónotað. Allt þetta vill SÍNE fá að heyra um og fá eins marga vinkla á vandann og hægt er.
Sagan má vera nokkrar línur eða margar blaðsíður, hvað sem þér hentar, en þú mátt hafa eftirfarandi spurningar má hafa í huga:
*Hvernig hefur COVID-19 haft áhrif á námið þitt?
*Hvernig hefur skólastofnunin þín tekist á við faraldurinn? Ert þú ánægð(ur) með lausnirnar sem skólinn býður upp á?
*Komst þú til Íslands eftir að faraldurinn byrjaði eða ertu enn úti?
*Hefur LÍN komið til móts við þínar þarfir?
*Telur þú að þau úrræði sem LÍN hefur þegar boðið upp á fyrir námsmenn erlendis séu nægjanleg?
*Hvernig eru atvinnuhorfur þínar í sumar?
Einnig minnum við á að alltaf er hægt að hafa samband við SÍNE á sine@sine.is ef þú þarft aðstoð eða ráðgjöf.