Kæri lesandi,
Velkomin á blaðsíður Sæmundar sem eru þetta árið með breyttu sniði en áður; stafrænn Sæmundur. Aðgengilegri og praktískari fyrir félagasamtök sem ganga einmitt út á að félagsmenn séu staðsett hér og þar um heiminn.
Fyrir nokkrum vikum urðu stólaskipti í stjórn SÍNE. Þórdís fór í fæðingarorlof og Katla Ársælsdóttir leysti mig af á meðan. Fæðingarorlofið var vægast sagt ekki eins og við bjuggumst við. Segja má að Þórdís (forseti) hafi fengið að upplifa það á eigin skinni hve flókið getur verið að flytja heim eftir nám erlendis. En hún stóð nýlega í löngu og ströngu ferli til að fá Fæðingarstyrk Námsmanna.
En kæri námsmaður, við vitum vel að því fylgja ýmsar flækjur að fara utan og sækja sér menntun og reynslu, tíminn sannar vonandi fyrir hverjum og einum sem leggur í þetta ferðalag að það er algjörlega þess virði.
Nám erlendis er stundum eins og tvöfalt nám, það víkkar sjóndeildarhringinn, fræðilega, menningarlega og félagslega. Það eflir skilning, umburðarlyndi og samkennd með því að sökkva nemendum í fjölbreytt umhverfi. Að upplifa mismunandi tungumál, siði og sjónarhorn hjálpar okkur að lifa í samtengdum og samtímis sundruðum heimi okkar af næmni og innsæi. Það stuðlar að persónulegum vexti, sjálfstæði og aðlögunarhæfni, nauðsynlegum eiginleikum í síbreytilegu alþjóðlegu landslagi. Þar að auki eykur það fræðilega hæfileika með því að kynna okkur fyrir fjölbreyttum kennsluaðferðum og rannsóknartækifærum. Með því að takast á við áskoranir þess að búa í framandi landi þróa nemendur seiglu og hæfileika til að leysa vandamál sem er ómetanleg fyrir viðleitni þeirra til að takast á við framtíðina. Nám erlendis snýst því ekki bara um menntun; þetta snýst um að móta einstaklinga sem eru í stakk búnir til að leggja þýðingarmikið framlag til samfélagsins og í mörgum tilfellum; dreifa þekkingu sinni og skila hugvitinu heim.