Skip to main content

Margrét Lára í Rotterdam


Ég elskaði að mynda Rotterdam. Sem verðandi skipulagsfræðingur var svo nærandi að búa í borg sem iðaði af mannlífi. Ég nýtti flestar helgar í að hringsóla um markaðina, mæla mér mót við vini eða njóta með mér sjálfri. Kaupa blóm, osta og árstíðabundið grænmeti. Rotterdam er í sífelli hringrás, byggðist upp af fólki sem kom og fór fyrir vinnu og er í dag uppfull af stúdentum sem koma og fara. Sem alþjóðlegur nemandi upplifði ég mig mjög velkomna inn í þessa hringrás borgarinnar.