Þurfum við nýjan Lánasjóð íslenskra námsmanna? Hver er munurinn á Framtíðinni og LÍN? Hvað eru gæðamál háskólanna og hvernig koma þau stúdentum við? Hvað þýðir það að vera stúdent á Íslandi? Við viljum heyra frá þér.
Landssamtök íslenskra stúdenta og BORE II* bjóða þér á hágæðaráðstefnu laugardaginn 13. október þar sem stærstu hagsmunamál íslenskra stúdenta og gæðamál háskólanna verða undir smásjánni. Á ráðstefnunni verða erlendir sérfræðingar sem miðla af þekkingu sinni um þátttöku stúdenta í gæðastarfi háskólanna og vinna með þátttakendum við að þróa stöðu sína sem talsmenn stúdenta í sínu umhverfi. Um er að ræða einstakt tækifæri fyrir þig til að fræðast um stöðu íslenskra stúdenta í dag, uppbyggingu gæðakerfis háskólanna, viðbragðsáætlanir háskóla við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi, Lánasjóð íslenskra námsmanna, húsnæðismál stúdenta og hvernig þú getur haft áhrif á þessi mál og fleiri.
Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu má finna á vefsíðu LÍS, www.haskolanemar.is.