Sambandsþing LUF
Sambandsþing Landssamtaka ungmennafélaga var haldið þann 24. febrúar sl. í Hörpu. Fulltrúar SÍNE sóttu þingið heim og var Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir, tilnefning SÍNE, kjörin ungmennafulltrúa gagnvart Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Einnig var Sara Þöll Finnbogadóttir, meðstjórnandi SÍNE, kjörin varamaður í stjórn LUF.
Ásamt Söru er stjórnin skipuð af eftirfarandi:
- Sylvía Martinsdóttir sem forseti LUF fyrir hönd Ungra athafnakvenna.
- Eva Brá Önnudóttir sem varaforseti LUF fyrir hönd JCI Íslands.
- Gunnar Ásgrímsson sem ritari fyrir hönd Sambands ungra Framsóknarmanna.
- Starri Reynisson sem gjaldkeri fyrir hönd Ungra Evrópusinna.
- Geir Zoega sem alþjóðafulltrúi fyrir hönd Ungra norrænna.
- Franklín Ernir Kristjánsson sem meðstjórnandi fyrir hönd Sambands ungra sjálfstæðismanna.
- Valgerður Eyja Eyþórsdóttir sem meðstjórnandi fyrir hönd Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
- Varamenn eru þær Rebekka Karlsdóttir, fulltrúi Ungra umhverfissinna, ásamt Söru Þöll Finnbogadóttur, fulltrúa SÍNE.
SÍNE óskar Söru og Stefaníu Sigurdís innilega til hamingju með kjörið!
Fara Bara er upplýsingavefur Upplýsingastofu um nám erlendis, síðan er rekin af Rannís í samstarfi við SÍNE og Eurodesk á Íslandi, og þar má finna helstu upplýsingar um nám erlendis: Hvernig á að sækja um og finna styrki, kynna sér ólík lönd og lesa reynslusögur nemenda.
Styrkir til náms í Frakklandi
Hefur þig alltaf langað til að fara í masters eða doktorsnám í Frakklandi? Vissir þú að það er líka hægt að fara í ýmiskonar nám á ensku?
Umsóknarfrestur er til 19.maí!
Styrkirnir, sem í boði eru, ná til allra fræðasviða og eru einkum ætlaðir nemendum í meistara- eða doktorsnámi sem hyggjast stunda að minnsta kosti tveggja missera nám í Frakklandi (Erasmus+ nemar geta ekki sótt um).
Allar upplýsingar á slóðinni sem fylgir:
https://is.ambafrance.org/Styrkir-til-nams-i-Frakklandi-1943
Styrkur til framhaldsnáms í Bandaríkjunum
American Scandinavian Foundation og Íslensk-ameríska félagið auglýsa til umsóknar styrki fyrir framhaldsnám (masters- eða doktorsnám) í Bandaríkjunum skólaárið 2023-2024.
Umsækjendur skulu vera íslenskir ríkisborgarar og hafa lokið (eða ljúka í vor) námi til fyrstu gráðu á háskólastigi (B.A., B.Sc., B.Ed., eða sambærilegri gráðu). Vinsamlegast athugið að styrkurinn er einnig í boði fyrir þau sem þegar hafa hafið framhaldsnám í Bandaríkjunum þegar sótt er um.
Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2024. Nánari upplýsingar má finna á iceam.is
Inntökupróf í læknanám í Slóvakíu
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf á netinu í læknisfræði á eftirfarandi dagsetningum:
- 21. mars 2024
- 12. júlí 2024
- 10. ágúst 2024
Nánari upplýsingar veitir Runólfur Oddsson í netfangið kaldasel@islandia.is eða í síma 8201071.
Opið fyrir umsóknir um styrki til náms frá Rótarýsjóðnum
Rótarýsjóðurinn (Rotary Foundation) veitir árlega um 50 styrki til tveggja ára meistaranáms í friðarfræðum við einn af fimm háskólum sem í boði eru. Námið er ætlað leiðtogum og leiðtogaefnum á sviði friðar- og þróunar.
Nú er opið fyrir umsóknir um friðarstyrk Rótarý! Umsóknarfrestur er til 15. maí 2024.
Frekari upplýsingar um námið, háskólana, hæfniskröfur og umsóknarferlið eru á slóðinni https://on.rotary.org/3J6sYLP
Vinsamlega deildu upplýsingum um einstök tækifæri fyrir námsárin 2025-27 með friðar- og þróunarleiðtogum í þínu samfélagi.
Skoðaðu Rotary Peace Centers til að sjá nýjustu uppfærslur á Facbook.
Fanney Karlsdóttir, sem var við nám við Brisben segir: „Styrkurinn veitti mér ógleymanlegt tækifæri til að vera í góðu námi með fjölbreyttum hópi fólks sem myndaði gott tengslanet. Styrkurinn var veglegur og að auki bættist við gestrisni Rótarýfélaga sem ég og maðurinn minn áttum ekki orð yfir“.
Fyrirspurnir má senda til rotarypeacecenters@rotary.org
Opið fyrir námsstyrki til Lettlands
Auglýst er eftir umsóknum um námsstyrki lettneska ríkisnámsins fyrir skólaárið 2024/2025 frá 1. febrúar 2024 til 1. apríl 2024. Allar viðeigandi upplýsingar eru birtar á heimasíðu Menntaþróunarstofnunar ríkisins https://www. viaa.gov.lv/en/latvian-state-scholarships. Umsóknareyðublað og nauðsynleg gögn vegna námsstyrkja fyrir skólaárið 2024/2025 skulu skilað til Menntamálastofnunar ríkisins í gegnum netumsóknarkerfi sem verður opið 1. febrúar 2024. Umsóknarfrestur fyrir námsstyrkina er 1. apríl 2024. Upplýsingar um nám við lettneska háskóla, námsleiðir og hagnýtar upplýsingar er að finna á heimasíðu Study in Latvia www.studyinlatvia.lv
Styrkir til náms í Austurríki
Ráðuneyti menntamála, vísinda og rannsókna í Austurríki tilkynnir að námsstyrkir verði aftur í boði fyrir nemendur, útskriftarnema og vísindafólk fyrir skólaárið 2024/25. Styrkir eru auglýstir í gegnum austurríska gagnagrunninn fyrir námsstyrki og rannsóknarfjármögnun www.grants.at (á þýsku og ensku). Auk námsstyrkja frá ráðuneyti menntamála, vísinda- og rannsókna, má einnig finna í þessum gagnagrunni upplýsingar um námsstyrki frá öðrum stofnunum.
Upplýsingar um þessi forrit er að finna í samsvarandi færslum í gagnagrunninum www.grants.at.
Á heimleið: Heimkomu-menningarsjokk
Á heimleið er upplýsingapakki SÍNE er varðar ýmis hagnýt atriði sem gott er fyrir íslenska námsmenn erlendis að huga að við heimkomu, t.d. flutningur lögheimilis, sjúkratryggingar, fæðingarorlof, búslóðarflutningar, greiðslumat, o.fl.
Þetta efni er unnið upp úr grein sem Theodóra Listalín skrifaði fyrir síðasta tölublað Sæmundar.
Heimkomu-menningarsjokk (e. reverse culture shock) er fyrirbæri þar sem einstaklingar sem hafa eytt umtalsverðum tíma í framandi landi, þurfa nú að aðlaga sig aftur að heimamenningu sinni. Samkvæmt Dr. Bruce LaBrack (2006) upplifir fólk heimkomu-menningarsjokk við að snúa aftur í fyrra líf, taka upp gamlar venjur eftir að hafa varið dágóðum tíma í nýju og spennandi umhverfi.
SÍNE hefur tekið saman nokkrar frásagnir fólks sem hefur upplifað heimkomu-menningarsjokk:
- „Þegar við vinkonurnar keyrðum í þrjár mínútur til að fara í búð. Við hefðum þannig séð átt að ná að ganga í búðina. En það eru engir öruggir göngustígar að búðinni. Ég upplifði einhverja óútskýranlega tilfinningu um að ég hafi misst – eða öllu heldur gefið frá mér – lífsgæði sem væru ekki í boði á Íslandi. Í Danmörku komst ég allt á hjóli eða gangandi, þegar ég flutti heim fannst mér ég alltaf vera undir stýri.”
- „Ég gekk lengi á milli frystiskápa í matvöruverslunum að leita mér að lakkrísflauginni frá Kjörís. Eftir tveggja mánaða dvöl á Íslandi var ég ekki enn búinn að finna ísinn og sætti mig við að ísinn væri ekki lengur fáanlegur.”
- „Bleikur kristall hvarf af markaði á meðan ég lærði í Bandaríkjunum. Tíminn stóð ekki í stað.”
- „Ein jólin fékk ég svo mikið heimkomusjokk að ég ákvað að það væri alls ekki fyrir mig að koma heim.“
- „Bjóst aldrei við að segja þetta, en ég sakna vöruúrvalsins í hollenskum matvörubúðum mjög mikið.”
Hvað er hægt að gera?
Besta ráðið er að gera ráð fyrir aðlögunarferli að heimahögum. Gott er að undirbúa sig og átta sig á því að mun taka tíma að aðlagast lífinu heima, alveg eins og þegar út var haldið. Gerðu ráð fyrir þessum áhyggjum, ekki fara í vörn og mundu að þessar tilfinningar munu líða hjá. Vertu sveigjanleg, víðsýn og skilningsrík.
Vertu raunsær í væntingum þínum um hversu áhugaverð ferðin þín verður fyrir aðra, það eru margir sem geta ekki tengt við sögu þína og hafa því takmarkaðan áhuga á henni. Finndu fólk sem hefur svipaða reynslu sem gæti haft meiri áhuga og sættu þig við að deila aðeins hápunktunum ferðarinnar til að byrja með. Það er í lagi að miðla ekki öllu vægi upplifunarinnar.
Þú ættir líka að æfa virka hlustun og sýna áhuga á því sem aðrir hafa verið að gera á meðan þú hefur verið erlendis. Þú gætir þurft smá tíma til að rifja upp það sem hefur gerst heima á meðan þú varst úti. Gerðu þér grein fyrir því að þú og fólkið hefur bæði breyst í fjarveru þinni – í sumum tilfellum til hins betra, í sumum til hins verra
Haltu sambandi við vini og samstarfsmenn sem þú hefur hitt erlendis og hlakka til þess tíma sem þú munt fá að tengjast aftur í eigin persónu í framtíðinni.
Gerðu þér grein fyrir því að hvert samfélag hefur sína jákvæðu og neikvæðu þætti, reyndu að einblína ekki á það neikvæða og gerðu þér grein fyrir því að þessar tilfinningar munu hverfa þegar þú aðlagar þig aftur að lífinu heima.
Sjálfsmildi er lykilatriði
Það að koma heim getur vakið upp allskonar tilfinningar; spennufall, vonbrigði, mikill léttir eða auðmýkt. Tilfinningarnar geta líka komið í bylgjum og/eða ólíkar tilfinningar birst samtímis, til dæmis mikil gleði að sjá gamla vini, og sorg við að yfirgefa nýja vini. Það er engin ein rétt tilfinning við það að koma heim, og það sem skipti mestu máli er að þú sýnir þér sjálfsmildi og skilning á því sem þessar flutningar hafa í för með sér. Þetta verður allt í lagi.
SÍNE fagnar frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna (fæðingarorlof, atvinnuleysistryggingar og námslán), þskj. 13 – 13. mál.
Umsögnina má lesa í heild sinni hér.
Yfirtökur á samfélagsmiðlum
Í febrúar tók Árni Dagur Andrésson yfir samfélagsmiðla SÍNE og veitti innsýn í líf skiptinema í matvælafræði við Háskólann í Wageningen í Hollandi. Við þökkum Árna Degi kærlega fyrir fræðandi og skemmtilegt innlit!
Yfirtökuna má nálgast í heild sinni á Instagram síðu SÍNE á @sambandine !