Skip to main content

Fæðingarorlof

By 31/12/2024Á heimleið

Eiga námsmenn erlendis rétt á fæðingarorlofi á Íslandi?

  • Já! Námsmenn sem hafa verið í fullu námi, 22 ECTS einingum eða meira, í a.m.k. sex mánuði á 12 mánaða tímabili fyrir fæðingu barns og hefur flutt erlendis vegna náms, uppfylla skilyrði fyrir fæðingarstyrk námsmanna. Þetta á líka við um foreldra í námi sem þurftu að flytja lögheimili sitt til annarra Norðurlanda til að stunda nám. 
  • Foreldri skal eiga lögheimili hér á landi við fæðingu barns, frumættleiðingu eða varanlegt fóstur og hafa átt lögheimili hér á landi síðustu 12 mánuði fyrir þann tíma. Hægt er að fá undanþágu frá lögheimilisskilyrðinu hafi foreldri flutt lögheimili sitt tímabundið vegna náms erlendis og hafi átt lögheimili hér á landi samfellt í a.m.k. 5 ár fyrir flutning. Hið sama gildir þegar foreldri hefur flutt lögheimili sitt tímabundið og stundar fjarnám við íslenskan skóla á þeim tíma og hafi átt lögheimili hér á landi samfellt í a.m.k. 5 ár fyrir flutning.
  • Hafi foreldri verið búsett í landi innan EES allt að 12 mánuðum fyrir fæðingu barnsins er tekið tillit til þess hafi foreldri haft lögheimili hér á landi við fæðinguna og ekki má hafa liðið meira en mánuður frá því að tryggingatímabili lauk í fyrra búseturíki og umsækjandi er skráður í tryggingakerfið á Íslandi. Í þessum tilvikum skal foreldri láta S-041 vottorð fylgja með umsókn sinni sem staðfestir búsetu og tryggingatímabil í öðru aðildarríki að EES-samningnum.

Nánar má lesa um rétt til fæðingarstyrk námsmanna hér: Réttur til fæðingarstyrks | Vinnumálastofnun (vinnumalastofnun.is) 

Hvernig á að sækja um fæðingarstyrk námsmanna?

Öll eyðublöð má finna á vef Vinnumálastofnunar: Eyðublöð | Vinnumálastofnun (vinnumalastofnun.is) 

Gögnum er hægt að skila á netfangið: faedingarorlof@vmst.is, með bréfpósti á Fæðingarorlofssjóð Strandgötu 1, 530 Hvammstanga eða á næstu þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar.

Ef koma upp vafamál bendir SÍNE félagsmönnum sínum að hafa samband við Fæðingarorlofssjóð hjá Vinnumálastofnun í síma: 515-4800 eða á netfangið faedingarorlof@vmst.is. Einnig viljum við alltaf aðstoða námsmenn sem lenda í vandræðum og hægt er að hafa samband við okkur á sine@sine.is