Skip to main content

Búslóðaflutningar

By 31/12/2024Á heimleið

Á heimleið er upplýsingapakki SÍNE er varðar ýmis hagnýt atriði sem gott er fyrir íslenska námsmenn erlendis að huga að við heimkomu, t.d. flutningur lögheimilis, sjúkratryggingar, fæðingarorlof, búslóðarflutningar, greiðslumat, o.fl. 


Öll lokapróf staðin, útskrift handan við hornið og við blasir útrunninn erlendur leigusamningur og flutningur heim til Íslands. Þá er að mörgu að huga, t.d. búslóðinni. Búslóðarflutningar kunna að vaxa mörgum í augum, en ferlið er tiltölulega einfalt og best að vera í miklum samskiptum við flutningafélagið sitt. Fyrsta skrefið er að reikna út magn búslóðarinnar og fá tilboð hjá flutningafélaginu í kjölfarið. Huga þarf að nokkrum skjölum við flutninginn en þar má nefna: 


SÍNE bendir félagsmönnum á að kynna sér vel upplýsingar um búslóðarflutninga hjá Tollstjóraembættisinu hér.

Tollskyldar vörur fluttar inn með búslóð

Greiða þarf gjöld af vörum sem fluttar eru með búslóð til landsins og ekki geta talist vera hluti búslóðar. Ef um tollskyldan varning er að ræða í búslóðaflutningi, ber að greiða tolla og gjöld skv. tollareglum hverju sinni. Tollskyldur varningur er til dæmis bílar á erlendum númerum, bifhjól, bátar, áfengi og hlutir sem fólk hefur verslað erlendis á innan við ári fyrir heimflutning.

Þau sem búið hafa erlendis lengur en í 12 mánuði samfellt eiga rétt á að flytja tollfrjálst inn nýja muni upp að vissri upphæð. Tollstjóraembættið gefur heimild fyrir tollaafgreiðslu. Flytja þarf inn búslóð innan 6 mánaða frá skráningu lögheimilis hjá þjóðskrá til að fá niðurfellingu á tollum á búslóð. Afhending flutningsfélags á búslóð getur farið fram eftir afgreiðslu tollstjóra á tollskýrslu og flutningsgjöld greidd. 

Afsláttur SÍNE félaga af flutningsgjöldum hjá Eimskip

SÍNE félagar njóta 15% afsláttar af flutningsgjöldum hjá Eimskip. Til að þess að eiga rétt á afslættinum þarf félagsmaður að senda upplýsingar um nafn, kennitölu, netfang og flutningsleið til skrifstofu SÍNE. Þegar nafn hans hefur verið skráð á afsláttarlista Eimskips fær hann tilkynningu þess efnis í tölvupósti. Upplýsingar um verð og flutningsleiðir gefur skrifstofa Eimskips í Reykjavík.