Kæru lesendur Sæmundar,
Það eru mikil gleðitíðindi að Sæmundur líti dagsins ljós. Þetta er fyrsta útgáfan þar sem greinarnar eru gefnar út á netinu og það sé aðgengilegra fyrir lesendur að lesa staka grein, og ef til vill dreifa uppáhaldsgreinum sínum.
Næstu vikuna munum við hjá SÍNE birta eina til tvær greinar á dag. Þannig þið getið fylgst spennt með.
Í þessari útgáfu erum við með sjö reynslusögur námsmanna, að auki við aðrar skemmtilegar greinar. Allar frásagnirnar hafa það sameiginlegt að vera skrifaðar af hreinskilni og einlægni. Þrátt fyrir að flytja erlendis er eitt stærsta ævintýri maður getur upplifað þá geta fylgt áskoranir.
Ein sú stærsta gjöf við það að flytja erlendis er að kynnast náið fólki með ólíkan bakgrunn og sú reynsla eykur auðmýkt gagnvart hinu óþekkta. Er er það þessi næmd sem er nauðsynleg til að stuðla að friði og er hugur minn sérstaklega hjá Palestínumönnum sem eru að berjast fyrir lífsrétti sínum núna.
Ég vona innilega að þú njótir lestursins.
Theodóra Listalín Þrastardóttir, ritstýra Sæmundar