Fjarsambönd geta komið upp við ýmsar aðstæður. Kannski hefur þú fundið draumanámið þitt erlendis en átt maka sem getur ekki farið með þér í þetta ævintýri. Eða kannski hittir þú einhvern sérstakan á meðan þú ert erlendis og verður ástfangin, en aftur á móti eru skyldur heima fyrir sem skapa hindranir.
Fjarsamband geta verið allskonar og er ábyggilega óspennandi kostur í hugum flestra. Hægt er að finna ótal tímaritsgreinar um hvernig eigi að þrauka fjarsamband og engin leið er til að neita því að fyrirkomulagið getur reynt mikið á parasamband.
Þegar tekin er ákvörðun um að vera í fjarsambandi koma oft upp einstakar áskoranir sem reynir á sambandið. Fjarsamband krefst seiglu, trausts, góðra samskipta og skuldbindingar. Fjarlægðin getur verið mikil hindrun en líka vitnisburður um hve sterkt sambandið er.
Í fjarsamböndum eru miklar hæðir og lægðir, að vera án maka síns getur vakið upp einmanaleika og jafnvel efasemdir. Tilhlökkunin og gleðin sem fylgir endurfundum ræktar þakklæti fyrir nærveru hvers annars. Það styrkir stundum undirstöður sambandsins að sigrast á hindrunum í sameiningu. Einnig getur það verið hollt að mynda fjarlægð svo hver einstaklingur hafi rými til að rækta sjálfan sig.
Mikilvægi stöðugra og sanngjarnra samskipta
Í hvaða fjarsambandi eru samskipti lykilatriði. Hins vegar getur orðið „samskipti“ verið loðið hugtak og fólk hefur oft mismunandi túlkun á hvað felst í því.
Það er gott að þið getið rætt fyrir fram hvernig þið viljið hátta samskiptum, t.d. símtal eða facetime einu sinni í viku í um eina klukkustund, eða að heyrast í 10 mínutur hvert kvöld.
Sveigjanleiki skiptir sköpum; ef upphafsáætlunin gengur ekki upp er mikilvægt að vera heiðarleg hvert við annað og laga eftir þörfum. Markmiðið er að búa til samskiptarútínu sem báðum aðilum finnst þægileg og sjálfbær, án þess að láta það trufla skyldur heima fyrir í vinnu eða einkalífi.
Það er líka mikilvægt að muna að samskipti í fjarsambandi eru í eðli sínu öðruvísi en þegar parið er saman í raunheimum. Nærvera makans er ekki til staðar og það gæti þurft að huga að eyða meiri orku í að uppfæra maka þinn um þitt daglega líf.
Að koma á langtímaáætlun
Lykilráð í fjarsambandi er að vita hvenær þið hittið hvort annað næst. Að hafa áþreifanlega áætlun fyrir næstu endurfundi gefur þér eitthvað til að hlakka til og hjálpar til við að viðhalda tilfinningu um tengsl.
Ef til vill er þetta tímabundið ástand og á einhverjum tímapunkti munu vera breytingar á lifnaðarháttum til þess að geta verið saman og byggt upp sameiginlegt líf. Ef makinn flytur til annars lands, ef hinn aðilinn er til dæmis erlendur, er gott að hafa í huga, þrátt fyrir það sé dásamlegt að vera aftur samankomin, að erfitt er að flytja og byggja upp nýtt líf í nýju umhverfi. Gott er að geta rætt þessi mál fyrirfram og verið raunsæ við hvað tekur við.
Að sjá stóru myndina
Þó að langtímasamband sé kannski ekki tilvalið er það lykilatriði að viðhalda réttu hugarfari til að það virki. Langtímasambönd eru ekki ný af nálinni – sagan er uppfull af dæmum um pör sem þraukuðu þrátt fyrir kílómetrana á milli þeirra.
Það getur líka verið mikill léttir að tengjast öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum. Að deila reynslu yfir kaffi eða bjór og ræða hinar ýmsu tilfinningar sem koma upp getur veitt stuðning og samfélagstilfinningu.
Reyndu að lokum að einblína ekki á líkamlega fjarlægðina. Í staðinn skaltu halda athyglinni á stóra verkefnið sem er lífið ykkar sem þið eruð að byggja saman. Sterkt samband getur staðist tímabundinn aðskilnað og reynslan gæti jafnvel styrkt tengsl þín á þann hátt sem þú hafðir aldrei ímyndað þér.