Skip to main content

Sveitastjórnarkosningar 2018 – breytt fyrirkomulag vegna skráningar námsmanna á Norðurlöndunum á kjörskrá

By 27/02/2018apríl 6th, 2018SíNE fréttir

Tilkynning til námsmanna frá Þjóðskrá Íslands

Þjóðskrá Íslands hefur breytt fyrirkomulagi vegna skráningar námsmanna á Norðurlöndunum á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar. Breytingin felst í því að umræddir námsmenn þurfa nú að tilkynna það rafrænt til Þjóðskrár Íslands að þeir séu námsmenn til þess að vera teknir á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar.

Tilkynninguna skal senda rafrænt á eyðublaðinu K-101 sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar www.skra.is Tilskilið er að framvísa staðfestingu á námsvist. Gert er ráð fyrir því að makar og skyldulið námsmanna tilkynni sig á sama hátt með tilvísun í viðkomandi námsmann. Senda þarf inn nýja tilkynningu fyrir hverjar sveitarstjórnarkosningar.

Nánari upplýsingar í síma 515-5300 eða með tölvupósti á skra@skra.is