Á dögunum voru ný endurskoðuð lög SÍNE samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Markmiðið með nýjum lögum var að nútímavæða þau, einfalda og gera markvissari. Til að mynda voru gerðar breytingar er varða atkvæðagreiðslur, fundarsetu, stjórnarsetu, félagsgjald, félagsaðild, lagaskil og valdssvið stjórnar, funda félagsmanna og fleiri atriða.
Vakin er athygli á þeirri breytingu er varðar undirfélög SÍNE erlendis og möguleika til að auka samstarf við málsvara nemenda erlendis. Það er gert m.a. með því markmiði að stjórn SÍNE átti sig betur á ólíkum hagsmunum námsmanna erlendis hverju sinni eftir ólíkum námslöndum og þá að allir námsmenn upplifi SÍNE sem málsvara fyrir sína hagsmuni.
Lög SÍNE – Hér má lesa um lagabreytingarnar.
84 atkvæði bárust og voru ný lög SÍNE samþykkt með yfir 90% atkvæða félagsmanna.
Við minnum á aðalfund 30 ágúst næstkomandi kl 18.00.
F.h. stjórnar SÍNE
Jóhann Gunnar Þórarinsson
formaður