Deutscher Akademischer Austauschdienst (DAAD) – þýsk stofnun sem sér um skipti háskólanema og háskólakennara/fræðimanna milli Þýskalands og annarra landa – býður fram þrjá styrki fyrir háskólakennara og fræðimenn sem og fyrrverandi styrkþega. Styrkirnir eru hugsaðir fyrir rannsóknarverkefni sem unnið er að á tímabilinu frá 1. júlí 2016 til 31. janúar 2017. Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl 2016. Hægt verður að sækja um á Netinu frá og með miðjum febrúar 2016.
Rannsóknardvöl fyrir háskólakennara og fræðimenn
– Rannsóknardvöl við ríkisrekna háskóla, háskóla sem njóta viðurkenningar ríkisins eða rannsóknarstofnanir utan háskóla í Þýskalandi. Rannsóknardvölin getur einnig náð til fleiri en einnar gististofnunar.
– Lengd dvalar: einn til þrír mánuðir.
Rannsóknarstyrkir – Skammtímastyrkir
– Rannsóknar- eða framhaldsmenntunarverkefni við ríkisrekinn háskóla, háskóla sem nýtur viðurkenningar ríkisins eða rannsóknarstofnun utan háskóla. Verkefnið er unnið í samráði við umsjónarmann úr röðum þýskra fræðimanna.
– Lengd: einn mánuður til sex mánuðir að hámarki.
Endurnýjað boð fyrir fyrrverandi styrkþega
– Rannsóknar- eða vinnuverkefni við ríkisrekna háskóla, háskóla sem njóta viðurkenningar ríkisins eða rannsóknarstofnanir utan háskóla í Þýskalandi.
– Vinnudvöl við stofnun á sviði viðskipta, stjórnsýslu, menningar eða fjölmiðla fyrir fyrrverandi styrkþega sem starfa utan fræðasviðs síns.
– Rannsóknar- eða vinnudvölin getur einnig náð til fleiri en einnar gististofnunar.
– Aðeins er hægt að nýta sér styrk af þessu tagi einu sinni á þriggja ára tímabili.
– Lengd dvalar: einn til þrír mánuðir.
Nánari upplýsingar í jessica@hi.is (Jessica Guse).