Skip to main content

Viðtalið er hluti af röð viðtala sem ritstjóri SÍNE tók við frambjóðendur flokka í komandi Alþingiskosningum en spurningarnar beindust aðallega að málefnum tengdum Menntasjóði námsmanna og kjörum námsmanna erlendis. SÍNE hafði samband við alla flokka í framboði, að undanskildum Ábyrgri framtíð þar sem hann býður einungis fram í einu kjördæmi.

„Ég myndi setja það í algjöran forgang að við byggjum þannig kerfi að greiðslubyrðin verði ásættanlegri.“

Þórdís Dröfn Andrésdóttir, forseti SÍNE hitti Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, til að ræða málefni stúdenta erlendis fyrir komandi Alþingiskosningar.

Katla Ársælsdóttir tók saman.

„Fyrsta spurning, hvað vill þinn flokkur gera fyrir íslenska námsmenn erlendis?“

„Í byrjun þessa kjörtímabils sem er að líða var mjög stutt síðan glæný lög, heildarlög, tóku gildi og markmiðið var að sjá hvaða reynsla væri að koma á lögin. Við þurftum auðvitað að gefa okkur svolítinn tíma til að sjá hvernig þau væru að reynast og markmiðið sem sett var að bregðast við einhverjum vanköntum á núverandi námslánakerfi, af því að það hafði verið unnið í mjög breiðri og mikilli samvinnu á kjörtímabilinu á undan undir forystu Framsóknarmanna. Ég vann úr því skýrslu með athugasemdum og gagnrýni á kerfið sem reyndust vera miklu víðtækari heldur en kannski vonir stóðu til eftir að heildarendurskoðun hafði farið fram. Við erum á barmi þess að tryggja markmið Menntasjóðsins, sem er að tryggja jöfn tækifæri til náms og ljóst er að kerfið sem búið var til var bæði mjög flókið og mjög kostnaðarsamt. Stjórnsýslan og vinnan á bak við það getur reynst mjög íþyngjandi á fólk í þessu vaxtaumhverfi núna og ekki síst ef fólk er að greiða af tveimur lánum til dæmis. Nú í fyrsta sinn eru til tólin þar sem við sjáum hvað breytingar munu kosta og við erum búin að undirbyggja nýja endurskoðun, af því að fólk bjóst við því að við gætum gert nokkrar lagfæringar en kerfið er slæmt og við þurftum að ráðast í miklu meiri breytingar og þess vegna voru þær ekki komnar fram. Ég brást samt við ýmsum athugasemdum sem ég gat breytt. Ég stórhækkaði grunnframfærsluna ég stórhækkaði frítekjumarkið, í takt við það sem gerist í löndunum í kringum okkur. Ég gerði styrkinn sveigjanlegri þannig að hann væri ekki alveg jafn bundinn við tímaramma eins og hann var, ég afnam ábyrgðarmannakerfið sem var mjög farsælt skref fyrir fólk sem gat ekki greitt af því og var orðið ábyrgðarmaður oft fyrir kannski fólk sem það þekkti ekki og hélt fólki í mjög slæmri stöðu. Þannig að það hefur auðvitað eitthvað verið gert en núna í haust var forgangsmál að vinna að því að ákveða hvaða breytingar þyrfti að gera í samvinnu við stúdentahreyfingarnar. Og gagnvart námsmönnum erlendis þá er alveg ljóst að það þarf að hækka skólagjaldalánið, það þarf að greiða úr alls konar hindrunum við það að koma heim. Ég myndi vilja að ákveðnir námsmenn erlendis fengju strax skattaafsláttinn, sérstaklega fyrir það nám sem íslenskt samfélag þarfnast að fá heim. Þarna erum við kannski sérstaklega að líta til heilbrigðisstarfsmanna. Skattaafslátturinn sem við höfum búið til er gríðarlega öflugt tól fyrir fólk sem er að flytja aftur heim.

Þetta er frábært tól til að fá fólk til að huga að heimför, að það fái veglegan skattaafslátt. Hér eru laun há en þessi skattaafsláttur getur kannski búið til ákveðinn hvata, því það er líka kostnaðarsamt að flytja, þannig að ég hef lagt til tillögu til fjármálaráðherra sem er að skoða það hvort þessi skattaafsláttur gæti verið fyrir námsmenn sem hafa verið lengi í námi erlendis, því núna eru reglurnar þannig að þú verður að vera búsettur erlendis í ákveðinn tíma en ekki bara í námi.“

„Já, 60 mánuði,“ bætir Þórdís við. 

„Síðan snýst þetta líka um stóru myndina. Hvernig land ætlum við að búa til og hvernig land ætlum við að byggja upp. Að því leytinu til þá er er alltaf markmið okkar að Ísland sé samkeppnishæft við önnur lönd og það snýr að því að stofna hér fyrirtæki, að fá fjölbreytt störf, eignast börn, samgöngumál og heilbrigðismenntakerfi. Allt þetta hefur áhrif á nemendur erlendis og ákvörðun þeirra að koma heim. Og fyrir þessu öllu brenn ég og það væri of langt mál að fara að tala um hvert og eitt einasta en það skiptir gríðarlega miklu máli að þessi kerfi séu samkeppnishæf við það sem gengur og gerist annars staðar.“

„Hvað viljið þið gera til þess að hvetja íslenska námsmenn erlendis til að flytja aftur heim og teljið þið þau kjör sem boðið er upp á fyrir nýstúdenta hér á landi viðunandi?“

„Laun hér eru helmingi hærri en að meðaltali í Evrópusambandinu og við getum ekki bent á það að kjörin séu ekki nægilega góð. Verkefnið er auðvitað að annað umhverfi hamli því ekki að kjörin dugi ekki, og þá erum við auðvitað að horfa á húsnæðismarkaðinn, sem er að mestu á ábyrgð sveitarfélaga, þar sem ekki hefur verið byggt nóg í Reykjavík og er að skaða framboðsstöðuna. Það hefur líka ýtt verðbólgunni upp sem hefur haft áhrif á það að vaxtastigið hefur ekki farið niður fyrr og í stóru myndinni þurfum við að horfa á það eins og annað. Húsnæðismarkaðurinn ætti, finnst mér, að vera í forgrunni í þessari kosningabaráttu en það er rangt að það dugi eitt og sér að vextir fari niður þó að þá komist meiri hreyfing á fasteignamarkaðinn, af því að það mun ekki breyta því að okkur er að fjölga það ört. 

Framboðið er stóra vandamálið og þá verðum við að tryggja það að sveitarfélög byggi hraðar, að byggingarreglugerðir séu einfaldaðar, að það sé ódýrara að byggja upp húsnæði, ekki síst svo að fólk sé tilbúið að koma heim og geti komið sér inn á íslenskan húsnæðismarkað. Kjör eru svo marglaga þegar þú horfir bara á launin. Þá getum við verið sátt ef við berum okkur saman við aðrar þjóðir. Ef við horfum bara á húsnæðismarkaðinn þá ættum við að vera ósátt. Ef við horfum á menntakerfið þá ættum við að horfa til þess að við vitum að mörg eru ekki að flytja heim af því að þau fá ekki leikskólapláss fyrir barnið sitt. Það er þessi grunnþjónusta sem þarf skýrari forgangsröðun að mínu mati, til þess að ná fólki heim. Þarna er það á ábyrgð sveitarfélaga að búa til þannig umhverfi að fólk geti komið heim. Við erum einmitt búin að vera að breyta fæðingarorlofskerfinu og það þarf fleiri breytingar á því.“

„Telur þú Menntasjóð námsmanna, í núverandi mynd sinni, þjóna hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður?“

„Afstaða mín var nokkur skýr við þá vinnu sem fór fram á þessu kjörtímabili þegar við endurskoðuðum nýju lögin, að hann væri svona nálægt því að uppfylla það ekki og að markviss ákvæði væru kannski í hættu. Þannig að svarið við því er að það er hætta á að hann geri það ekki ef við bregðumst ekki við þessum lögum. Við erum búin að bregðast við þeim að hluta og undirbúningurinn og vinnan eru tilbúin til þess að leggja fram heildarfrumvarp þegar búið er að ákveða hvaða breytingar við ætlum að gera og hversu langt við ætlum að fara.“

„En hvernig endurbætur? Þú hefðir væntanlega komið einhverjum í gegn ef stjórnin hefði ekki sprungið núna?“

„Já, markmiðið var að koma með nýtt frumvarp í kringum áramót.. Það þarf margvíslegar endurbætur á núverandi kerfi og ég held að það þurfi að fara í stærri endurskoðun heldur en einhverjar bútasaumslagfæringar, þó að ég hafi auðvitað brugðist þannig við á meðan vinnan stóð yfir. Vextirnir og greiðslurnar af lánum eru óásættanlegar og við þurfum að gera breytingar á því. Hagsmunasamtök nemenda berjast aðallega fyrir stöðu námslána á meðan þau eru í námi en ég hef ennþá meiri áhyggjur af því hver staða námsmanna er eftir námið og ég myndi setja það í algjöran forgang að við byggjum þannig kerfi að greiðslubyrgðin sé ásættanlegri og geti ekki verið með þeim hætti sem hún er í dag. Að þau sem eru að borga af tveimur lánum geti fryst eitt og klárað að greiða af öðru svo dæmi sé tekið, en það ætti að vera í forgangi að mínu mati því ég óttast mest þá stöðu sem verður uppi þegar námsmenn klára nám. Síðar auðvitað ættum við að fara lengra inn í það að ákveða að vera nær Norðurlöndunum. Við fórum svona hálfa leið, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins kom með frumvarp sem fékk ekki afgreiðslu en það gekk þó miklu lengra í því að fara nær Norðurlöndunum og það var bæði einfaldara og gagnsærra af því að styrkurinn í gegnum gamla kerfið var svo ógagnsær. En í dag er hann ekkert endilega sanngjarn heldur. Þannig að við viljum búa til námsstyrkjakerfi að hluta en við verðum að passa það að það búi til rétta hvata og að fólk sjái hag sinn í að taka námslán og að sinna námi sínu meðan það er í skóla. Ég gæti auðvitað farið í löngu máli yfir alls konar breytingar sem ég myndi vilja gera á kerfinu en það væri kannski svolítið tæknilegt en það þarf að fara í heildarendurskoðun, að það sé forgangur þarna sem ég sagði áðan en það þarf auðvitað bara að passa það að fólk hafi næga framfærslu, að það séu nægir og réttir hvatar í kerfinu og að við séum að tryggja jöfn tækifæri með Menntajsóðnum.“

„Hver er ykkar afstaða til hækkunar á skólagjaldalánum?“

„Ég held að það sé ljóst að þau þurfi að hækka með þessari endurskoðun.“

 „En hreyfanleiki stúdenta milli landa? Er það eitthvað sem þið takið tillit til þegar kemur að alþjóðastefnu?“

„Já auðvitað. Við erum stöðugt að reyna að ýta undir það að háskólarnir okkar séu í auknu alþjóðlegu samstarfi, að við tengjum okkur við öfluga skóla til að bæði efla skólastarfið hér og svo tækifæri nemenda. Það er gríðarlega jákvætt að nemendur fari út fyrir landsteinana, sæki sér menntun, reynslu og þekkingu og við eigum að búa sem best um þessa hluti. Ég hef sérstaklega beitt mér fyrir verkefninu Samstarf háskóla á síðasta kjörtímabili þar sem ég bjó til fjárhagslega hvata fyrir skólana til að vera í samstarfi sín á milli, fá fleiri alþjóðleg tækifæri og búa til fleiri brýr yfir í skóla um allan heim.“

„Hvert er ykkar viðhorf til skattlagninga námsstyrkja?“

„Það er augljóslega eitthvað sem þarf að endurskoða.“

Í framhaldi bætir Þórdís Dröfn við: „Við erum búin að fá nokkur mál síðan ég byrjaði þar sem fólk er að senda okkur að það viti ekki hvernig það eigi að gefa lánin upp til skatts og er svo sjokkerað að það þurfi að borga tekjuskatt af námsstyrknum sínum.“

„Þetta er eitthvað sem þyrfti að skoða og hvernig önnur lönd gera þetta. Það er auðvitað lágmarki að þessar upplýsingar liggi fyrir, bæði fyrir þau sem eru að gefa námsstyrki og þau þeirra sem fá þá,“” svarar Áslaug Arna.

„Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að greiða aðgengi fjölskyldufólks að fara út, sem og að snúa heim úr námi erlendis, m.t.t. fæðingarorlofssjóðs námsmanna?“”:

„Fólk þarf að eigageta farið auðveldara með að fara á milli kerfa og það er mjög mikilvægt að við ráðumst í vinnu við að greina þessar hindranir sem standa í vegieru fyrir fólki sem er að flytja á milli landa, og að það sé búin til sérstök aðgerðaráætlun þvert á ráðuneyti. Þetta eru marglaga hindranir sem fólk er að mæta. Það er ríkur vilji hjá okkur að ráðast í breytingar sem ryðja þeim úr vegi.“”

„Hver er ykkar skoðun á tímatakmörkunum námsárangurs, þ.e. að námsmenn þurfi að ljúka námi innan tilskilins tímaramma til að hljóta 30% niðurfellingu á láninu?“:

 „Ég rýmkaði þetta með frumvarpi sem varð að lögum núna í vor og þetta er hlutur sem þarf að taka afstöðu til í endurskoðuninni á grundvelli allra þeirra gagna og vinnu sem við höfum unnið. Ég held að við þurfum að búa til einfaldari kerfi. Það eru of margar flækjur í núverandi kerfi sem gerir yfirbygginguna dýra og það er minna að skila sér til námsmannanna sjálfra. Ég er ekki á móti því að það sé einhver hvati að vera í námi á meðan því stendur og klára það á réttum tíma en í þessu þarf að vera einhver sveigjanleiki. Við bjuggum til sérstakan sveigjanleika ef þú ert að skipta um námsleiðir, það hefur ekki áhrif á tímatakmarkanirörkun.“”

Já og nei spurningar:

„Langar ykkur að auka framlag til Menntasjóðsins?“: „Já, en það þarf að muna að allar breytingar kosta.“”

„Viljiði hækka skólagjaldalán?“: Já.

„Viljið þið leysa stjórnsýsluhindranir sem blasa við Ííslendingum sem snúa aftur heim? Einhverjar sérstakar?“”: „Já. Það sem ég hef heyrt mest af eru fæðingarorlofs málin en líka leikskólamálin og að koma inn í íslenskt kerfi, sjúkratryggingar og svoleiðis. Þannig að ég held að það þurfi að greina bara allar þessar hindranir og gera það mun auðveldara fyrir íslenska stúdenta og íslenskt fjölskyldufólk að flytja til og frá landinu.“”

„Viljiði hækka niðurfellingu námslána?“: „Við munum aldrei geta gert allt, þannig að ég myndi segja að einblína á vextina, ég held að það komi betur út í heildina fyrir fleiri. Nei.“”

„Eruð þið hlynnt því að taka upp samskonar kerfi og á hinum Norðurlöndunum?“”: „Já.“

„Finnst ykkur það vera hlutverk einstaklingsins eða samfélagsins að mennta sig?“: „Bæði.“

„Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri til íslenskra námsmanna erlendis í aðdraganda kosninga?“”:

„Látið ykkur íslensk stjórnmál varða af því að vonandi flytjið þið öll heim einn daginn. Verið óhrædd við að hafa skoðanir á því hvað við getum gert betur svo að þið sjáið meiri tækifæri í því að koma aftur heim. Það eru auðvitað mörg lönd sem horfa til okkar og öfunda okkur á öflugri stöðu okkar í ýmsum þáttum en við getum ennþá getum við gert svo miklu miklu betur. Það er þess vegna sem ég er í stjórnmálum, af því að ég trúi því að við getum enn frekar búið til land tækifæranna hér heima á Íslandi, ekki síst fyrir fjölskyldur og barnafjölskyldur. Við erum að stefna á skattaafslætti fyrir fólk með börn undir þriggja ára til þess að létta undir með þeim. Við höfum sýnt að í þeim sveitarfélögum þar sem við höfum stjórnað er ekki eins langur biðlisti eftir leikskólaplássum, við höfum forgangsraðað í grunnþjónustu, við erum með skýrar aðgerðir um menntamál sem einblína á læsi og grunninn í kerfinu sem þarf að vera betri svo að börnin okkar hjafi jöfn tækifæri. Ekki síst höfum við ýtt undir það að hér séu fjölbreyttari fyrirtæki svo að það séu fleiri spennandi störf á Íslandi og með uppbyggingu á nýsköpunar-, tækni og hugverkaiðnaði munu auðvitað spretta hér upp, og eru að spretta hér upp miklu fjölbreyttari fyrirtæki með spennandi og beturvel borguðum störfum heldur en áður.“”