Skip to main content

Umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um Menntasjóð námsmanna

Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) lýsir yfir vonbrigðum með hve litlar úrbætur er stefnt á í fyrirætluðum breytingum á lögum um Menntasjóð námsmanna og hvetur þingheim til að axla ábyrgð á því verkefni að tryggja farsæla háskólamenntun á Íslandi. 

Stúdentahreyfingarnar á Íslandi hafa verið undirbúnar fyrir fyrirséða endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna í meira en tvö ár og birtu bæði SÍNE og LÍS ítarlegar kröfugerðir um haustið sama ár (sjá hér og hér). Þá gaf ráðuneytið út skýrslu í lok árs 2023 um mat á endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna, þar sem rakin eru fjölmörg tilefni til úrbóta. Það er því óásættanlegt að nýta ekki þá vinnu til þess að gera raunverulegar og heildstæðar úrbætur á námslánasjóðskerfinu sem er undirstaða jafnréttis til náms á Íslandi. 


SÍNE ítrekar athugasemdir sínar frá 22. mars 2024 við frumvarpið eins og það birtist í samráðsgátt stjórnvalda og má finna þá umsögn hér. SÍNE lýsir yfir vonbrigðum með að ekki hafi verið tekið tillit til þeirra athugasemda, en leggur jafnframt áherslu á eftirfarandi.

Umsögnina má lesa í heild sinni hér að neðan: