Skip to main content

Lagabreytingar lagðar fram á Sumarráðstefnu 11. ágúst

By 08/08/2023ágúst 11th, 2023SíNE fréttir

Stjórn SÍNE leggur fram tvær tillögur til breytinga á lögum félagsins, annarsvegar á 13. grein um kjör stjórnarmanna í sérstökum tilfellum og 19. gr um reikningsár.

13. gr. Kjör stjórnarmanna í sérstökum tilfellum hljóði svo:

Þegar svo stendur á að stjórn SÍNE er ekki skipuð níu aðalmönnum er heimilt, með samþykki 2/3 hluta stjórnar, að skipa stjórnarmann í stjórn félagsins á opnum stjórnarfundi. Þegar svo stendur á skal auglýst með minnst tveggja vikna fyrirvara á vefsíðu félagsins að óskað sé eftir frekari aðilum í stjórn þess. Auk þess skal dagsetning og staðsetning fundarins auglýst þar sem öllum félagsmönnum er bent á að þeir geti boðið sig fram til stjórnar. Bjóði félagsmenn sig fram til stjórnar félagsins svo mögulegt sé að skipa níu stjórnarmenn er ekki heimilt að skipa utanfélagsmann í stjórn SÍNE. Einungis er hægt að skipa tiltekin utanfélagsmann í stjórn SÍNE tvisvar og að hámarki til tveggja námsára. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út við upphaf stjórnarfundar.

Greinargerð: Um er að ræða lagfæringar í kjölfar lagabreytinga á sumarráðstefnu 2022 þar sem fjöldi stjórnarmanna var aukinn í níu. Mistök urðu til þess að 13. gr. var ekki uppfærð til samræmis við það.

19. gr. Reikningsár

Reikningsár SÍNE er frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.

Greinargerð: Nú er reikningsár SÍNE frá 1. júlí til 30. júní og er þessi breyting lögð til með það fyrir augum að einfalda vinnu við gerð ársreiknings og færa reglur félagsins til samræmis við reglur flestra sambærilegra félaga.