Um bætta stöðu og þjónustu við Íslendinga búsetta erlendis, 325. mál
Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) fagnar framkominni tillögu um bætta þjónustu við Íslendinga búsetta erlendis. Frá sjónarhóli námsmanna fögnum við sérstaklega því að tillagan leggi til að aðgengi verði auðveldað að rafrænum skilríkjum, vegabréfum auk afnáms sex mánaða biðtíma eftir sjúkratryggingum við flutning til landsins. Breytingarnar myndu því án efa auðvelda Íslendingum erlendis að halda tengslum við Ísland.
Umsögnina má lesa í heild sinni hér að neðan.