Um sérstaka tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána til lánþega í dýralæknanámi.
Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) tekur undir framkomna tillögu um sérstaka ívilnun til dýralæknanema við endurgreiðslu námslána. Skortur er á dýralæknum á Íslandi og með aukinni áherslu á dýravelferð og aðbúnað dýra er æ mikilvægara að landið búi yfir sérfræðingum á þessu sviði. Það er hins vegar mikilvægt að útfært verði nákvæmlega hvaða skilyrði dýralæknanemarnir þurfi að uppfylla til að fá ívilnunina og á hvaða tímabili þau þurfi að útskrifast til að geta gengið að henni vísri.
Umsögnina má lesa í heild sinni má lesa hér að neðan.