Skip to main content

Sumarráðstefna SÍNE 2018

Sumarráðstefna SÍNE verður haldin fimmtudaginn 30. ágúst 2018 kl 17:30 í Hinu húsinu.

Á dagskrá Sumarráðstefnu SÍNE skulu vera eftirtaldir liðir:
a) Setning Sumarráðstefnu.
b) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
c) Skýrsla fulltrúa SÍNE í stjórn LÍN um vormisseri lögð fram ásamt umræðum
d) Skýrsla stjórnar SÍNE um vormisserið lögð fram ásamt umræðum.
e) Endurskoðaðir reikningar fyrir starfsárið teknir til afgreiðslu
f) Stjórnarskipti
g) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
h) Ákvörðun um upphæð árgjalda fyrir komandi starfsár
i) Lagabreytingar
j) Önnur mál
k) Sumarráðstefnu slitið
V.Kafli Stjórn og framkvæmdastjóri SÍNE

Almennt er það svo að þeir félagsmenn sem lokið hafa námi erlendis eru kjörgengir í stjórn í fimm ár eftir þeir luku námi.

Stjórn SÍNE hvetur þá félagsmenn sem hafa snúið heim aftur eftir nám til að bjóða fram krafta sína fyrir félagið. Framundan er spennandi vetur þar sem taka á lög um LÍN til gagngerrar endurskoðunar og mikil þörf á að fá fjölbreytilega þekkingu inn í stjórnina vegna þessa.