Niðurskurður á framfærslu námsmanna erlendis sl. 3 ár

By 19/04/2016Uncategorized

Líkt og flestum er kunnugt um kvartaði stjórn SÍNE yfir ákvörðun ráðherra um að staðfesta úthlutunarreglur LÍN til Umboðsmanns Alþingis þann 12. maí 2015. Það mál er enn í gangi m.a. vegna ótrúlegs seinagangs ráðherra við að svara fyrirspurnum Umboðsmanns. Þegar umrædd kvörtun var lögð fram tók stjórn SÍNE saman helstu gögn vegna skerðingar á framfærslulánum til námsmanna erlendis síðustu ár. Það var sett upp í excel skjal þar sem má sjá, á skýran hátt, niðurskurð á framfærslulánum eftir löndum og milli ára miðað við einstaklinga. Við vekjum athygli á því að rauðu tölurnar tákna niðurskurð. Sjá má skjalið hér:

https://drive.google.com/open…

Stjórn SÍNE vill enn og aftur lýsa vonbrigðum sínum með ákvörðun ráðherra að staðfesta úthlutunarreglur LÍN fyrir næsta skólaár þar sem skorið er frekar á framfærslulán námsmanna erlendis. Þetta ástand er gjörsamlega óþolandi og ólíðandi og er farið að bitna á fjölmörgum námsmönnum víðs vegar um heim.
Þá viljum við óska eftir öllum þeim sem stunda nám erlendis og vilja koma sinni sögu á framfæri að senda okkur skilaboð í message hér á facebook eða í gegnum tölvupóst á sine@sine.is. Þegar nægur fjöldi reynslusagna berst munum við taka þær saman (nafnlaust) og afhenda ráðherra menntamála.