Þurfum við nýjan Lánasjóð íslenskra námsmanna? Hver er munurinn á Framtíðinni og LÍN? Hvað eru gæðamál háskólanna og hvernig koma þau stúdentum við? Hvað þýðir það að vera stúdent á Íslandi? Við viljum heyra frá þér. Landssamtök íslenskra stúdenta og BORE II* bjóða þér á hágæðaráðstefnu laugardaginn 13. október þar sem stærstu hagsmunamál íslenskra stúdenta og gæðamál háskólanna verða undir smásjánni. Á ráðstefnunni verða erlendir sérfræðingar sem miðla af þekkingu sinni um þátttöku stúdenta í gæðastarfi háskólanna og vinna með þátttakendum við að þróa stöðu sína sem talsmenn stúdenta í sínu umhverfi. Um er að ræða einstakt tækifæri fyrir þig…
Sumarráðstefna SÍNE verður haldin fimmtudaginn 30. ágúst 2018 kl 17:30 í Hinu húsinu. Á dagskrá Sumarráðstefnu SÍNE skulu vera eftirtaldir liðir: a) Setning Sumarráðstefnu. b) Kosning fundarstjóra og fundarritara. c) Skýrsla fulltrúa SÍNE í stjórn LÍN um vormisseri lögð fram ásamt umræðum d) Skýrsla stjórnar SÍNE um vormisserið lögð fram ásamt umræðum. e) Endurskoðaðir reikningar fyrir starfsárið teknir til afgreiðslu f) Stjórnarskipti g) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga. h) Ákvörðun um upphæð árgjalda fyrir komandi starfsár i) Lagabreytingar j) Önnur mál k) Sumarráðstefnu slitið V.Kafli Stjórn og framkvæmdastjóri SÍNE Almennt er það svo að þeir félagsmenn sem lokið hafa námi erlendis…
Skrifstofa SÍNE verður lokuð frá 2.júlí 2018 vegna sumarleyfa. Hægt er að senda fyrirspurn á netfangið: sine@sine.is og verður þeim svarað á meðan á sumarleyfi stendur.
Stjórn LÍN samþykkti að hækka framfærslu í 100% og einnig þá eðlilegu kröfu námsmanna að hækka ferðalán þeirra sem stunda nám erlendis, úr því að fá lánað fyrir einni ferð á námstíma, í eina ferð á ári. Mennta- og menningarmálaráðherra hafnaði því að staðfesta þær tillögur stjórnar fyrir námsárið 2018-2019. Samþykkti stjórn LÍN því nýjar úthlutunarreglur að tillögum ráðherra, þar sem m.a. ferðalán voru ekki hækkuð og framfærslan einungis hækkuð í 96%. Þá neitaði meirihluti stjórnar að hækka lán til skólagjalda þrátt fyrir að það liggi fyrir að þau dugi ekki í mörgum tilvikum LIN_Yfirlysing
Tilkynning til námsmanna frá Þjóðskrá Íslands Þjóðskrá Íslands hefur breytt fyrirkomulagi vegna skráningar námsmanna á Norðurlöndunum á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar. Breytingin felst í því að umræddir námsmenn þurfa nú að tilkynna það rafrænt til Þjóðskrár Íslands að þeir séu námsmenn til þess að vera teknir á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Tilkynninguna skal senda rafrænt á eyðublaðinu K-101 sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar www.skra.is Tilskilið er að framvísa staðfestingu á námsvist. Gert er ráð fyrir því að makar og skyldulið námsmanna tilkynni sig á sama hátt með tilvísun í viðkomandi námsmann. Senda þarf inn nýja tilkynningu fyrir hverjar sveitarstjórnarkosningar. Nánari…
Á meðfylgjandi mynd og PDF skjali: Framfærsla-námsmanna-erlendis-2013-2018-Miðað-við-60-ECTS-SÍNE260118 má sjá svart á hvítu niðurskurð á framfærslu námsmanna erlendis eftir löndum hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna árin 2013-2018.