Skrifstofan verður lokuð föstudaginn 29.desember og þriðjudaginn 2.janúar. Hægt verður að senda tölvupóst á netfangið: sine@sine.is ef erindið er brýnt.
Vefsíðan HousingAnywhere og SÍNE hafa gert samkomulag að félagsmenn SÍNE njóti ákveðins forgangs við úthlutun húsnæðis. Til að nýta sér tilboðið er best að hafa samband við skrifstofu SÍNE á netfangið: sine@sine.is Hægt er að skoða vefsíðuna á www.housinganywhere.com
Skrifstofa SÍNE verður lokuð vikuna 16.-20.október en hægt verður að senda tölvupóst á netfangið: sine@sine.is ef erindið er áríðandi.
Á dögunum voru ný endurskoðuð lög SÍNE samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Markmiðið með nýjum lögum var að nútímavæða þau, einfalda og gera markvissari. Til að mynda voru gerðar breytingar er varða atkvæðagreiðslur, fundarsetu, stjórnarsetu, félagsgjald, félagsaðild, lagaskil og valdssvið stjórnar, funda félagsmanna og fleiri atriða. Vakin er athygli á þeirri breytingu er varðar undirfélög SÍNE erlendis og möguleika til að auka samstarf við málsvara nemenda erlendis. Það er gert m.a. með því markmiði að stjórn SÍNE átti sig betur á ólíkum hagsmunum námsmanna erlendis hverju sinni eftir ólíkum námslöndum og þá að allir námsmenn upplifi SÍNE sem málsvara fyrir…
ReykjavíkurAkademían býður háskólanemum í framhaldsnámi (meistara- eða doktorsnámi) í félags- og hugvísindum tímabundna vinnuaðstöðu í svonefndri Stúdentastofu í húsakynnum Akademíunnar að Þórunartúni 2 í Reykjavík (sjá www.akademia.is) á mjög góðu verði eða krónur 10.000.- á mánuði, þjónustugjöld innifalin, fyrir tímabilið 1.september 2017 til 31.desember 2017. Í boði er skrifborð í skrifstofu með öðrum auk aðgangs að sameiginlegum rýmum Akademíunnar; eldhúsi, fundarherbergi og fyrirlestrasal. Þráðlaus nettenging er í húsinu, sem og ljósritunarvél og skanni, auk þess sem bókasafn Dagsbrúnar er þar til afnota. ReykjavíkurAkademían er kraftmikið fræðasamfélag þar sem má finna fjölda fræðimanna, ungra jafnt sem þrautreyndra, á fjölmörgum sviðum hug- og félagsvísinda. Í…
Föstudaginn 30.júní verður skrifstofa SÍNE lokuð vegna sumarfrís starfsmanns og opnar aftur eftir verslunarmannahelgina. Öllum tölvupósti verður svarað á netfangið: sine@sine.is Gleðilegt sumar !
Hlutverk LÍS er að standa vörð um hagsmuni háskólanema hérlendis sem og hagsmuni íslenskra háskólanema á alþjóðaveittvangi og um leið skapa samstarfsvettvang fyrir íslensk stúdentafélög og vera þátttakandi í alþjóðlegu hagsmunasamstarfi háskólanema. Vinna að samræmingu gæðastarfs í íslenskum háskólum. Samtökin geta í sameiginlegu umboði allra aðildarfélaga farið með samningsumboð og komið fram fyrir þeirra hönd gagnvart stjórnvöldum, fjölmiðlum og öðrum aðilum. Nýr fulltrúi mun hefja störf strax. Ef það eru einhverjar spurningar skal hafa samband við Þórð Jóhannsson. Netfangið hans er thj88@internet.is.