Fimmtudaginn 29.desember verður jólafundur SÍNE haldinn í Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5, kl. 17:00. Meðal efnis eru lagabreytingartillögur. Fundurinn er haldinn í fundarherbergi á 2.hæð.
Fréttatilkynning Nýlega tilkynnti LÍN að framfærslulán fyrir námsárið 2016-2017 yrðu leiðrétt fyrir námsmenn í Slóvakíu (http://www.lin.is/lin/Namsmenn/Skilabod_til_namsmanna/Nl-Skilabod63.html) þar sem þau hefðu verið skert umfram fyrri ákvörðun stjórnar LÍN. Þannig var ákveðið á árinu 2015 að framfærslulán yrðu skert að hámarki 20% milli námsáránna 2015-2016 og 2016-2017. Raunin varð sú að þau voru skert um 28% í Slóvakíu sem leiddi til þess að einstaklingur sá fram á að fá 770 EUR á mánuði í stað 860 EUR. Helstu rökin fyrir þessari skekkju eru að sögn LÍN að bókakostnaður hafi verið vanmetinn í framfærslutölum vegna Slóvakíu. Í þessu samhengi er vert…