Monthly Archives

apríl 2016

Niðurskurður á framfærslu námsmanna erlendis sl. 3 ár

By | Uncategorized

Líkt og flestum er kunnugt um kvartaði stjórn SÍNE yfir ákvörðun ráðherra um að staðfesta úthlutunarreglur LÍN til Umboðsmanns Alþingis þann 12. maí 2015. Það mál er enn í gangi m.a. vegna ótrúlegs seinagangs ráðherra við að svara fyrirspurnum Umboðsmanns. Þegar umrædd kvörtun var lögð fram tók stjórn SÍNE saman helstu gögn vegna skerðingar á framfærslulánum til námsmanna erlendis síðustu ár. Það var sett upp í excel skjal þar sem má sjá, á skýran hátt, niðurskurð á framfærslulánum eftir löndum og milli ára miðað við einstaklinga. Við vekjum athygli á því að rauðu tölurnar tákna niðurskurð. Sjá má skjalið hér:…

Read More

Stjórn SÍNE mótmælir nýjum úthlutunarreglum LÍN

By | LÍN fréttir, SíNE fréttir

Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) harmar þá ákvörðun menntamálaráðherra að skrifa undir nýjar úthlutunarreglur fyrir námsárið 2016-2017. Fulltrúi SÍNE í stjórn LÍN neitaði að skrifa undir umræddar úthlutunarreglur þriðja árið í röð en með þeim er verið að halda áfram þeim niðurskurði sem boðaður var þegar úthluttunarreglur fyrir námsárið 2015-2016 voru samþykktar. Þá var Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, hvattur til að skrifa ekki undir umræddar úthlutunarreglur með bréfi þann 13. febrúar 2015. Þess ber að geta að vegna þeirrar ákvörðunar ráðherra ákvað stjórn SÍNE að kvarta um ákvörðun hans til Umboðsmanns Alþingis en það mál er enn til meðferðar. Stjórn SÍNE…

Read More

LÍN og námsmenn erlendis

By | SíNE fréttir

LÍN og námsmenn erlendis Kostir þess að fara í nám erlendis eru margvíslegir, ekki bara fyrir einstaklinginn heldur líka fyrir samfélagið. Það er samfélaginu mikilvægt að námsmenn fari erlendis í nám og kynnist nýrri menningu, nái sér í aukna reynslu og fái nýja innsýn. Flestir geta verið sammála um að þetta er þroskandi reynsla sem eykur fjölbreytileika samfélagsins og er afar mikilvægt atvinnulífinu. Það væri fátæklegt samfélag þar sem fáir færu í nám erlendis, eða eingöngu mögulegt fyrir örfáa útvalda sem hefðu sterkt efnahagslegt bakland. LÍN er lykilstofnun hvað varðar jafnan aðgang og möguleika einstaklinga til náms. Að fara í…

Read More