SÍNE

Samband íslenskra námsmanna erlendis

SÍNE

Samband íslenskra námsmanna erlendis.

1
1

Um okkur

Lög SÍNE

Ganga í SÍNE

Tilboð til félagsmanna

Stjórn SÍNE mótmælir nýjum úthlutunarreglum LÍN

By | LÍN fréttir, SíNE fréttir | No Comments

Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) harmar þá ákvörðun menntamálaráðherra að skrifa undir nýjar úthlutunarreglur fyrir námsárið 2016-2017. Fulltrúi SÍNE í stjórn LÍN neitaði að skrifa undir umræddar úthlutunarreglur þriðja árið í röð en með þeim er verið að halda áfram þeim niðurskurði sem boðaður var þegar úthluttunarreglur fyrir námsárið 2015-2016 voru samþykktar. Þá var Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, hvattur til að skrifa ekki undir umræddar úthlutunarreglur með bréfi þann 13. febrúar 2015. Þess ber að geta að vegna þeirrar ákvörðunar ráðherra ákvað stjórn SÍNE að kvarta um ákvörðun hans til Umboðsmanns Alþingis en það mál er enn til meðferðar. Stjórn SÍNE…

Lesa nánar

LÍN og námsmenn erlendis

By | SíNE fréttir | No Comments

LÍN og námsmenn erlendis Kostir þess að fara í nám erlendis eru margvíslegir, ekki bara fyrir einstaklinginn heldur líka fyrir samfélagið. Það er samfélaginu mikilvægt að námsmenn fari erlendis í nám og kynnist nýrri menningu, nái sér í aukna reynslu og fái nýja innsýn. Flestir geta verið sammála um að þetta er þroskandi reynsla sem eykur fjölbreytileika samfélagsins og er afar mikilvægt atvinnulífinu. Það væri fátæklegt samfélag þar sem fáir færu í nám erlendis, eða eingöngu mögulegt fyrir örfáa útvalda sem hefðu sterkt efnahagslegt bakland. LÍN er lykilstofnun hvað varðar jafnan aðgang og möguleika einstaklinga til náms. Að fara í…

Lesa nánar

Kvartað til Umboðsmanns

By | SíNE fréttir | No Comments

Fyrir rúmu ári síðan kvartaði stjórn SÍNE til Umboðsmanns Alþingis vegna staðfestingu ráðherra á úthlutunarreglum LÍN en í þeim fólst töluverð skerðing á högum námsmanna erlendis. Það mál er enn til meðferðar. Umboðsmaður hefur tekið hluta af kvörtuninni til nánari skoðunar og sent bréf til mennta- og menningarmálaráðherra þar sem beðið er um svör og nánari skýringar. Samkvæmt bréfi Umboðsmanns átti svar að berast 4. mars sl. en í gær var enn ekki komið svar frá ráðherra. Umboðsmaður mun því nú ítreka við ráðuneytið að beðið sé eftir svörum.

Lesa nánar

Íslensk-ameríska félagið auglýsir styrki fyrir skólaárið 2016 – 2017

By | SíNE fréttir | No Comments

Thor Thors styrkir til háskólanáms í Bandaríkjunum.  Umsækjendur skulu hafa lokið (eða ljúka í vor) námi til fyrstu gráðu háskólastigs (B.A., B.Sc., B.Ed. eða sambærilegri gráðu). Styrkhæft nám skal allt fara fram í Bandaríkjunum. Styrkirnir eru veittir framúskarandi umsækjendum sem hafa staðfestingu fyrir skólavist í bandarískum háskóla. Styrkirnir eru veittir til eins árs. Í fjárhagsáætlun umsóknarinnar þarf að sýna fram á þörf fyrir styrk.  Upphæðir styrkjanna eru mismunandi eftir aðstæðum umsækjenda en undanfarin ár hafa styrkupphæðir verið 3.500-5.000 bandaríkjadalir. Umsóknareyðublöð má sækja á www.iceam.is þar sem almennar upplýsingar koma einnig fram. Umsóknir skulu sendar á netfang iceam@iceam.is eigi síðar en…

Lesa nánar
Framundan
sep
17
Fid.
Umsóknarfrestur LÍN Sumar 2016 Til og með 30.júní 2016
sep 17 2015 @ 11:11 – jún 30 2016 @ 12:11
Styrktaraðilar

EIM_buslodir-01

busslodir-03
Af farabara.is
Fylgdu Facebook