Hertar reglur um varnir á landamærum Íslands gegn COVID 19 fela í sér að stór hópur íslenskra námsmanna, sem dvalið hafa við nám erlendis í vetur, mun að líkindum þurfa að dvelja í 5 daga sóttkví á farsóttarhóteli við komuna til landsins. Stjórn Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) styður þessar lýðheilsuaðgerðir, en vekur athygli á þeim mikla kostnaði sem af þessum og fyrri aðgerðum hlýst fyrir námsmenn á leið frá námslöndum. Ráðgert er að kostnaður við gistingu og uppihald í sóttkví verði 10.000 kr. á hvert herbergi, hverja nótt, sem bætist við kostnað við öflun PCR vottorðs sem oft kostar…
Opið er fyrir styrkumsóknir til námsstyrkja úr Menntasjóði Viðskiptaráðs frá og með 7.desember 2020. Þeir sem geta sótt um eru nemendur í fullu framhaldsnámi erlendis. Í ár eru fjórir styrkir veittir að upphæð 1.000.000 kr. hver. Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2021 og verða styrkþegar tilkynntir 11. febrúar 2021. Sjá nánar á vef VÍ: https://www.vi.is/frettir/umsokn-um-namsstyrk-2020
Sumarráðstefna SÍNE verður haldin fimmtudaginn 13. ágúst 2020 kl. 17:00 að Borgartúni 6 (BHM-húsið-4-hæð). Þá eru allir SÍNE-félagar hvattir til að mæta á Sumarráðstefnuna sem og bjóða sig fram til stjórnar. Í því samhengi er vert að vekja athygli á því að félagsmenn geta haldið aðild að SÍNE í allt að 7 ár eftir að námi lýkur. Samkvæmt 9. gr. laga um SÍNE skulu eftirfarandi dagskrárliðir vera teknir fyrir á Sumarráðstefnu SÍNE: a) Setning Sumarráðstefnu. b) Kosning fundarstjóra og fundarritara. c) Skýrsla fulltrúa SÍNE í stjórn LÍN um vormisseri lögð fram ásamt umræðum d) Skýrsla stjórnar SÍNE um vormisserið lögð…
SÍNE óskar eftir frásögnum íslenskra námsmanna sem voru/eru í námi erlendis í yfirstandandi COVID-19 faraldri. Tilgangurinn er fyrst og fremst að kortleggja stöðu okkar hóps. Námsmenn erlendis eru gríðarlega fjölbreyttur hópur, en mörg okkar höfum þurft að hverfa frá draumanáminu í draumaborginni. Í ofanálag glíma mörg okkar við fjárhagsáhyggjur, enda mörg dæmi um það að fólk hafi eytt miklum fjármunum í skólagjöld fyrir kennslu sem aldrei fór fram og leigu fyrir húsnæði sem nú stendur autt og ónotað. Allt þetta vill SÍNE fá að heyra um og fá eins marga vinkla á vandann og hægt er. Sagan má vera nokkrar…
Þær aðstæður sem nú eru uppi kalla á sveigjanleika af hálfu allra og því hefur stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðherra ákveðið eftirfarandi ívilnanir fyrir greiðendur og námsmenn til að létta á áhyggjum þeirra af fjármálum vegna hugsanlegra aðstæðna sem komið geta upp á meðan á kórónuveirunni stendur eða í kjölfar hennar. Nánari upplýsingar á vefsíðu LÍN.