Skip to main content

Thor Thors styrkir til háskólanáms í Bandaríkjunum

By 01/03/2015mars 10th, 2015LÍN fréttir

Skólaárið 2015-2016

Umsækjendur skulu hafa lokið (eða ljúka í vor) námi til fyrstu gráðu háskólastigs (B.A., B.Sc., B.Ed. eða sambærilegri gráðu). Styrkhæft nám skal allt fara fram í Bandaríkjunum.

Styrkirnir eru veittir framúskarandi umsækjendum sem hafastaðfestingu fyrir skólavist í bandarískum háskóla.Styrkirnir eru veittir til eins árs. Í fjárhagsáætlun umsóknarinnarþarf að sýna fram á þörf fyrir styrk.

Upphæðir styrkjanna eru mismunandi eftir aðstæðum umsækjenda en undanfarin ár hafa styrkupphæðir verið
3.500-5.000 bandaríkjadalir.

Umsóknareyðublöð má sækja á www.iceam.is þar sem almennar upplýsingar koma einnig fram.

Umsóknir um Thor Thors styrk þarf að senda eigi síðar en 1. apríl 2015. Umsóknir skulu sendar til Íslensk-ameríska félagsins, Pósthólf 320, 121 Reykjavík.