Meginhlutverk SÍNE er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og vera tengiliður þeirra við þau stjórnvöld sem koma að kjörum SÍNE félaga hér á landi. Á síðustu árum hefur þjónustan við tilvonandi félagsmenn, þ.e. námsmenn á leið út, vaxið mjög mikið og er orðin stór þáttur í starfsemi félagsins.
- SÍNE félagar fá aðstoð í samskiptum sínum við Menntasjóð námsmanna en í stjórn sjóðsins situr fulltrúi frá SÍNE og vinnur stöðugt að bættum kjörum félagsmanna í lánamálum. Hann situr einnig í vafamálanefnd sjóðsins.
- SÍNE félagar njóta afsláttarkjara hjá Eimskipum en þeir fá 15% afslátt af flutningsgjöldum hjá fyrirtækinu.
- Stjórn SÍNE leitar allra leiða til að bæta hag námsmanna erlendis
Hvernig get ég orðið félagi ?
Annars vegar er hægt að senda skrifstofu SÍNE tölvupóst með helstu upplýsingum (nafn, kt., námsland, netfang, heimili úti, skóli, nám og gráða) og óska eftir aðild að félaginu. Hins vegar er hægt að gera ráð fyrir félagsaðild á lánasjóðsumsókn Menntasjóðs námsmanna en þá þarf að senda skrifstofu SÍNE upplýsingar um net- og heimilisfang. Árlegt félagsgjald SÍNE er 4.200 krónur.
Net- og heimilisföng félagsmanna SÍNE
Mikilvægt er fyrir skrifstofu SÍNE að hafa réttar upplýsingar um netföng félagsmanna, því sem hagsmunafélag námsmanna erlendis þurfum við að koma upplýsingum og brýnum málefnum fljótt og örugglega til félagsmanna okkar. Ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar á netfangið sine@sine.is