Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961. Æ síðan hefur félagið starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grund.
Aðild að félaginu er frjáls, en reynslan hefur sýnt að langflestir námsmanna sjá sé hag í að njóta þjónustu SÍNE og sýna stuðning sinn í verki. Félagsgjöld eru 4200 kr. fyrir námsárið, og eru dregin af fyrstu útborgun framfærsluláns nema merkt sé við á lánaumsókninni að menn vilji ekki vera félagar. Námsmenn sem ekki eru á námslánum verða að skrá sig sérstaklega á skrifstofu SÍNE.