Ertu fjarri? Jafnvel í námi einhversstaðar allt annarsstaðar á hnettinum? Fylgstu þá bara með okkur í streymi!
hugvitið heim
hugvitið heim
hugvitið heim
hugvitið heim
hugvitið heim
hugvitið heim
Leiðir liggja til allra átta...
Að ganga menntaveginn getur merkt svo margt. Sum rúlla á rafhlaupahjóli niður í Vatnsmýri á meðan önnur koma sér alla leið til Kambódíu. Það er hagur samfélagsins að við fetum ekki öll sömu troðnu slóðana, heldur höfum sem flest tækifæri til að fara út um allan heim og sækja fjölbreyttar hugmyndir til margra menningarsamfélaga.
Og það er einmitt þetta sem við ætlum að ræða í Grósku 24. mars 2023 frá kl. 12:30-17.00
Ávörp & erindi
Frummælendur málþingsins munu ræða málefni námsfólks erlendis frá ýmsum sjónarhornum.
“Íslenskt samfélag má aldrei einangrast. Með því að sækja okkur færni, þekkingu og reynslu í öðrum löndum, getum við auðgað samfélagið hérna heima.”
Bjarki Þór GrönfeldtForseti SÍNE
Kristján Guy Burgess (fæddur 31. mars 1973) er íslenskur alþjóðastjórnmálafræðingur, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra.
Kristján Guy gekk í Menntaskólann í Reykjavík og nam svo sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur framhaldsmenntun í alþjóðastjórnmálum og alþjóðalögum. Kristján hefur starfað sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu og var um tíma fréttastjóri á DV. Hann varð aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Kristján er í sambúð með Rósu Björk Brynjólfsdóttur og eiga þau tvö börn saman.
Kristján lærði alþjóðarfriðar- og öryggisfræði í London.
Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2016–2021 og Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2021 (Sjálfstæðisflokkur).
Dómsmálaráðherra 2019–2021, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2021–2022, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2022–.
Fædd í Reykjavík 30. nóvember 1990. Foreldrar: Sigurbjörn Magnússon (fæddur 31. júlí 1959) hæstaréttarlögmaður og Kristín Steinarsdóttir (fædd 1. maí 1959, dáin 12. nóvember 2012) kennari.
Stúdentspróf VÍ 2010. BA-próf í lögfræði HÍ 2015. MA-próf í lögfræði HÍ 2017.
Starfsmaður jafningjafræðslu Hins hússins 2010. Blaðamaður á Morgunblaðinu 2011–2013. Lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi 2014–2015. Varaformaður Æskulýðsráðs 2014–2016. Laganemi á lögmannsstofunni Juris 2016. Dómsmálaráðherra 6. september 2019 til 27. nóvember 2021. Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 28. nóvember 2021 til 31. janúar 2022. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra frá 1. febrúar 2022.
Í stjórn SUS, Sambands ungra Sjálfstæðismanna, frá 2011. Formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, 2011–2013. Funda- og menningarmálastjóri Orators, félags laganema við HÍ, 2015–2016. Ritari Sjálfstæðisflokksins 2015–2019.
Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2016–2021 og Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2021 (Sjálfstæðisflokkur).
Dómsmálaráðherra 2019–2021, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2021–2022, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2022–.
Allsherjar- og menntamálanefnd 2017 (formaður 2017), efnahags- og viðskiptanefnd 2017, utanríkismálanefnd 2017–2019 (formaður 2017–2019).
Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 2017–2019 (formaður 2017–2019), Íslandsdeild NATO-þingsins 2017 (formaður 2017). Þingmannanefnd Íslands og ESB 2018–2019 (formaður 2018–2019).
Miriam Petra Ómarsdóttir Awad er íslensk kona sem sinnir fræðslu um fordóma á Íslandi. Miriam hefur rannsakað áhrif kynþáttahaturs og fordóma á sjálfsmyndir íslenskra kvenna með erlendan bakgrunn og skoðað samhengi nýlendustefnu og íslenskrar þjóðarsjálfsmyndar í tengslum við fordóma á Íslandi. Miriam starfar nú hjá Rannís þar sem hún er inngildingarfulltrúi landskrifstofu Erasmus+.
Síðan vorið 2021 hefur Miriam staðið fyrir vinnustofum og fyrirlestrum um kynþátta- og menningarfordóma á Íslandi á eigin vegum, en sem íslensk manneskja með blandaðan bakgrunn dregur hún úr eigin persónulegri reynslu auk starfsreynslu sinnar í störfum með viðfangsefnið inngildingu. Miriam hefur skrifað greinar fyrir íslensk dagblöð og tímarit en hefur einnig verið til tals í sjónvarpi og útvarpi um málefni sem tengjast fjölmenningarlegu samfélagi.
Erindið sem Miriam mun flytja nefnist Auðugra land í fjölbreyttu samfélagi og fjallar um mikilvægi þess fyrir fjölmenningarsamfélagið Ísland að menningarlæsi og menningarnæmi aukist, sem gerist jafnan þegar fólk fer erlendis í nám, kynnist ólíkum menningarheimum og kemur með þá þekkingu heim.
Friðrik Jónsson er fæddur árið 1967 og hefur undanfarin 25 ár starfað innan utanríkisþjónustu Íslands. Meðal annars hefur hann starfað á vettvangi Alþjóðabankans, Atlantshafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðanna og í sendiráðum Íslands í Washington og Kaupmannahöfn. Hann hefur einnig verið forstöðumaður GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, og fulltrúi Íslands í embættismannanefnd Norðurskautsráðsins. Friðrik er með MA-gráðu í alþjóðasamskiptum og MBA-gráðu í alþjóðaviðskiptum.
Friðrik er formaður BHM og mun fjalla um það hvernig vinnumarkaðurinn tekur við fólki sem snýr heim úr námi.
Margrét er rektor Háskólans
á Bifröst
Dagskrá
Opnun málþingsins
12:30
Bjarki Þór Grönfeldt opnar málþingið og gefur fundarstjórn til Katrínar Oddsdóttur.
01
Ávarp ráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir // Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðerherra
02
Kristján Guy Burgess
Hagsmunir Íslands og háskólanám erlendis
03
Miriam Petra Ómarsdóttir Awad
Auðugra land í fjölbreyttu samfélagi
04
Jóna Þórey Pétursdóttir
Yfirferð áskorana
05
Jóhann Gunnar Þórarinsson
Áskoranir foreldra
06
Sófaspjall
Freyja Haraldsdóttir, Heiða Vigdís Sigfúsdóttir og Sigurður Orri Kristjánsson ræða upplifun sína af námi erlendis.
07
Kaffi
Hvað er betra en einn rjúkandi bolli?
X
Friðrik Jónsson
Hvað tekur við þér hérna heima? Formaður BHM fer yfir stöðuna.
08
Dr. Margrét Jónsdóttir Njarðvík
Rektor Háskólans á Bifröst
09
Tækifærin
Innlendir og evrópskir styrkir og sjóðir hjá Rannís. Sigrún Ólafsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir og Miriam Petra Ómarsdóttir Awad.
10
Pallborðsumræður
Bjarki Þór Grönfeldt, Kristján Guy Burgess og Sigríður Valgeirsdóttir.
10
Fundarstýra
Katrín Oddsdóttir er mannréttindalögfræðingur með gríðarlegan áhuga á félagsstörfum og fundarstjórnun. Katrín lauk BA námi í fjölmiðlafræði frá Dublin City University áður en hún söðlaði um til lögfræðinnar en þaðan fór hún í skiptinám til Sidney Institute of Technology. Auk þess lauk hún meistaragráðu í mannréttindum frá University of London og hefur því talsverða reynslu af námi erlendis.
Katrín Oddsdóttir er mannréttindalögfræðingur með gríðarlegan áhuga á félagsstörfum og fundarstjórnun. Katrín lauk BA námi í fjölmiðlafræði frá Dublin City University áður en hún söðlaði um til lögfræðinnar en þaðan fór hún í skiptinám til Sidney Institute of Technology. Auk þess lauk hún meistaragráðu í mannréttindum frá University of London og hefur því talsverða reynslu af námi erlendis.