Menntasjóðsþjónusta SÍNE
Hjá Sambandi íslenskra námsmanna erlendis er í boði þjónusta við lánþega Menntasjóðs námsmanna, hvort sem þeir eru á leið í nám, á leið heim úr námi eða staddir erlendis við nám. Þjónustan felst í upplýsingagjöf og útskýringum á regluverki sjóðsins og aðstoð við málarekstur.
Hafðu samband á sine@sine.is
Finnst þér erfitt að átta þig á regluverki Menntasjóðs námsmanna?
Á skrifstofu SÍNE færðu aðstoð við túlkun á reglum Menntasjóðs námsmanna, á þínum forsendum og á þínum hraða.
Þarftu aðstoð við málarekstur hjá Menntasjóði námsmanna?
Hafðu samband og við lítum á málið með þér.
Þekkirðu þinn rétt hjá Menntasjóði námsmanna ?
Við hjálpum þér að átta þig á þinni stöðu hjá sjóðnum.
30% niðurfelling námslána
Menntasjóðsfulltrúi SÍNE í stjórn Menntasjóðsins spurðist fyrir um framkvæmd þess að veitt sé 30% niðurfelling á höfuðstól námsláns í kjölfar námsloka.
Samkvæmt reglum sjóðsins þarf lántaki að skila brautskráningarskírteini eða “staðfestingu á lokaprófi” eins og það er orðað í reglunum, að jafnaði innan 6 mánaða frá námslokum til að eiga rétt á 30% niðurfellingu námsloka. Virðist þar ekki duga að skila inn staðfestingu á námsárangri eftir síðustu önnina og þar með staðfesta að námi hafi verið lokið, heldur þarf að vera um brautskráningarskírteini að ræða.
Menntasjóðsfulltrúi SÍNE vakti athygli stjórnar á að hvorki er flipi þess efnis inná Mitt lán vefsvæði sjóðsins né er tölvupóstur sendur út til lántaka sem voru að klára lán sitt sem upplýsir um að skila þurfi þessum gögnum. Þörf sé á sveigjanleika eða betri upplýsingagjafar um þetta atriði til þeirra sem klára nám, enda getur 30% niðurfellingin varðað verulega hagsmuni og háar fjárhæðir, sérstaklega fyrir námsmenn erlendis.
Vegna þess að gagnaskilum háttar svona hjá Menntasjóðnum fékk Menntasjóðsfulltrúi þau svör að framkvæmd sjóðsins eigi að vera sú að jafnvel þó brautskráningarskírteini hafi ekki verið skilað til sjóðsins innan 6 mánaða, eiga þeir sem uppfylla skilyrði um að klára nám sitt innan þess tímaramma sem þarf til að hljóta 30% niðurfellingu að fá þá niðurfellingu. Hafir þú lent í því, eða veist um einhvern sem hefur lent í því, að fá ekki 30% niðurfellingu því þú skilaðir ekki brautskráningarskírteini innan frests, skaltu hafa samband við Menntasjóðinn og óska endurákvörðunar og endurskoðunar á þínu máli. Reynist það erfitt getur Menntasjóðsfulltrúi SÍNE aðstoðað námsmenn erlendis hvað þetta varðar.
Um leið minnum við þá á sam eiga eftir að gera það að senda brautskráningarskírteini á sjóðinn um leið og þið fáið það.