Skip to main content

Vinstri Græn hafa svarað spurningum SÍNE um námslánakerfið

By 28/10/2016janúar 17th, 2017LÍN fréttir

Spurningar til stjórnmálaflokka um námslánakerfið

 

  1. Er það stefna þíns flokks að koma á nýju námslánakerfi? Ef já, munu fulltrúa námsmannahreyfinganna fá að taka þátt í þeirri vinnu frá upphafi til enda?

Það þarf að endurskoða námslánakerfið. Vinstri græn hafa talað fyrir því að taka eigi upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, án þess að lánskjör verði skert. Auk þess ættu samtímagreiðslur að bjóðast, svo námsmenn neyðist ekki til að taka yfirdráttarlán hjá bankastofnunum. Mikilvægt er að tryggja jafnrétti til náms og Lánasjóður íslenskra námsmanna gegnir mikilvægu hlutverki í því samhengi. Fulltrúar námsmannahreyfinga ættu að hafa aðkomu að vinnunni.

  1. Hvað teljið þið að ætti að vera tilgangur og/eða markmið nýs námalánakerfis?

Markmið námslánakerfis ætti að vera að tryggja jafnrétti til náms, óháð búsetu, efnahag, aldri og fjölskyldustöðu.

  1. Hvað teljið þið að séu mikilvægustu hagsmunamál námsmanna erlendis?

Námslán sem námsmönnum sem stunda nám erlendis þurfa að duga fyrir framfærslu.

  1. Hvernig stefnið þið að því að gæta þessara hagsmuna?

Með endurskoðun á námslánakerfinu. Tryggja þarf að námslán dugi fyrir framfærslu, auk þess sem samtímagreiðslur ættu að vera í boði þannig að nemendur þurfi ekki að taka yfirdráttarlán hjá banka.

  1. Mun þinn flokkur gera það að skilyrði fyrir ríkisstjórnarsamstarfi að 1/3 af heildarfjárhæð námsaðstoðar frá LÍN verði að styrkjum skilyrðislaust og komið til framkvæmda í síðasta lagi fyrir skólaárið 2018-2019?

Það er stefna Vinstri grænna að hluti lánsfjárhæðar breytist í styrk að námi loknu, ef námi er lokið á tilskildum tíma. Ráðast þarf í endurskoðun á námslánakerfinu og það verður að gerast fljótlega eftir kosningar.

  1. Vill þinn flokkur hafa aukna styrki með skilyrðum, t.d. um að þú setjist að á Íslandi eða utan höfuðborgarsvæðisins eftir nám?

Námsstyrki ætti ekki að binda skilyrðum um búsetu að námi loknu.

  1. Mun þinn flokkur gera það að skilyrði fyrir ríkisstjórnarsamstarfi að farið verði í það tafarlaust að endurskoða framfærsluþörf námsmanna erlendis?

Það er forgangsmál að endurskoða námslánakerfið í heild. Vinstri græn hafa talað fyrir því treysta verði menntakerfið í landinu og það er tvímælalaust eitt af mikilvægustu kosningamálunum. Það þarf að efla menntakerfið á öllum skólastigum, auk þess sem efla þarf iðnnám og nám í skapandi greinum.

  1. Síðustu þrjú ár hefur niðurskurður verið á framfærslulánum og ferðalánum frá LÍN en auk þess hefur frítekjumarkið verið skert. Mun þinn flokkur gera það að skilyrði fyrir ríkisstjórnarsamstarfi að leiðrétta skerðingu síðustu þriggja skólaára þannig að framfærslulán til námsmanna erlendis verði aukin á þessu skólaári, 2016-2017, til samræmis við þessa skerðingu?

Já, það verður að tryggja að námslán sem námsmönnum erlendis bjóðast dugi til framfærslu. Námsmenn erlendis hafa oft ekki tök á því að vinna með námi og því er sérstaklega nauðsynlegt að námslánin sem námsmönnum erlendis bjóðast séu nægilega há. Auk þess er mikilvægt að tryggja að samtímagreiðslur bjóðist nemendum sem eru í námi erlendis.

  1. Er það vilji ykkar að námslán til námsmanna erlendis verði takmarkað eftir námslöndum og námsgráðum? Ef já, með hvaða hætti?

Nei.

  1. Hvaða vexti vill þinn flokkur hafa á námslánum frá LÍN?

Það ætti ekki að hækka vexti af afborgunum námslána. Því er mikilvægt að tryggja að vaxtaprósenta verði áfram eitt prósent. Hærri vextir bitna mest á þeim sem minnst hafa á milli handanna, og námslánakerfið á ekki að ýta undir mismunun heldur einmitt tryggja jöfnuð. Vextir á námslánum ættu því að vera 1% áfram.

  1. Er það vilji ykkar að hámarksfjárhæð verði á námsaðstoð frá LÍN? Ef já, að hvaða fjárhæð?

Nei.

  1. Er það vilji ykkar að námsaðstoð verði einungis veitt upp að ákveðnum einingafjölda? Ef já, að hvaða marki?

Nei.

  1. Munuð þið beita ykkur fyrir því að lántökugjöld verði afnumin af námslánum?

Það er forgangsmál að hækka framfærslu og taka upp styrkjakerfi, og það ætti að tryggja áður en lántökugjöld verða afnumin. Þó þarf að tryggja að lántökugjöld hækki ekki þegar ráðist er í endurskoðun á námslánakerfinu.